„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 09:01 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn. getty/Catherine Ivill Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. „Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“ Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
„Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira