„Spiluðum mjög vel í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 23:17 Pep er jafnan tilfinningaríkur á hliðarlínunni. Vísir/Getty Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. Liverpool vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag og er komið í frábæra stöðu á toppi deildarinnar með ellefu stiga forskot. Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ánægður með margt í leiknum þegar hann ræddi við Skysports. „Við spiluðum mjög vel. Við sköpuðum kannski ekki nægilega mikið en við spiluðum gegn frábæru liði. Í byrjun var þetta kannski 50/50 og við náðum ekki að gera okkur mat úr því.“ Eftir að Liverpool komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik lagðist liðið aðeins aftar á völlinn í þeim síðari. „Þeir vörðust mjög neðarlega í síðari hálfleik. Við gerðum eitthvað sem við höfum ekki gert oft áður að fara með þá í þeirra teig og reyna að vinna þá þar. Taktíkin var að komast inn á síðasta þriðjunginn og að endalínunni, það tókst oft en við skoruðum ekki. Við náðum ekki að taka næsta skref.“ Hann viðurkenndi að vængmenn hans hefðu reynt að keyra á Trent Alexander-Arnold sem stundum hefur verið í brasi varnarlega. „Við erum með góða vængmenn. Þeir verjast inn á við og Salah varðist meira í dag en í síðustu leikjum. Ég veit að fólk trúir því ekki og ég veit hvenær við spilum vel og við spiluðum mjög vel í dag.“ „Við erum langt á eftir þeim“ Gengi Manchester City á leiktíðinni hefur ekki verið eins gott og síðustu árin. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og er fallið úr leik í Meistaradeildinni. Pep er þó bjartsýnn á framtíðina. „Ef maður tapar þá vill maður tapa eins og við gerðum í dag. Ég sá mikið sem segir mér að félagið á bjarta framtíð fyrir höndum með leikmennina sem við erum með. „Fyrir utan Kevin De Bruyne og kannski Nathan Ake á eru leikmennirnir mjög ungir. Hvað sem félagið ákveður fyrir framtíðina, þá er framtíðin björt.“ Pep Guardiola ræðir við Mohamed Salah að leik loknum í dag.Vísir/Getty Hann segir uppbyggingu framundan og að liðið sé í augnablikinu langt á eftir Liverpool. „Við þurfum að byggja upp fyrir næsta skref. Þetta er spurning um tíma. Jafnvel með marga fjarverandi þá spiluðum við vel. Þeir brjóta línurnar og geta sótt hratt á bakvið þig. Þeir ógna mjög en við náðum þeim líka og það sem klikkaði var á síðasta þriðjungnum. Þetta snýst um hæfileika með boltann eða að skjóta á réttum tíma. Þaðan getum við byggt fyrir framtíðina.“ „Við erum langt frá. Við sjáum það í framtíðinni. Það sem við höfum gert á síðustu tímabilum var gott en núna erum við langt á eftir þeim. Við spiluðum með karakter sem var mjög gott.“ Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag og er komið í frábæra stöðu á toppi deildarinnar með ellefu stiga forskot. Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ánægður með margt í leiknum þegar hann ræddi við Skysports. „Við spiluðum mjög vel. Við sköpuðum kannski ekki nægilega mikið en við spiluðum gegn frábæru liði. Í byrjun var þetta kannski 50/50 og við náðum ekki að gera okkur mat úr því.“ Eftir að Liverpool komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik lagðist liðið aðeins aftar á völlinn í þeim síðari. „Þeir vörðust mjög neðarlega í síðari hálfleik. Við gerðum eitthvað sem við höfum ekki gert oft áður að fara með þá í þeirra teig og reyna að vinna þá þar. Taktíkin var að komast inn á síðasta þriðjunginn og að endalínunni, það tókst oft en við skoruðum ekki. Við náðum ekki að taka næsta skref.“ Hann viðurkenndi að vængmenn hans hefðu reynt að keyra á Trent Alexander-Arnold sem stundum hefur verið í brasi varnarlega. „Við erum með góða vængmenn. Þeir verjast inn á við og Salah varðist meira í dag en í síðustu leikjum. Ég veit að fólk trúir því ekki og ég veit hvenær við spilum vel og við spiluðum mjög vel í dag.“ „Við erum langt á eftir þeim“ Gengi Manchester City á leiktíðinni hefur ekki verið eins gott og síðustu árin. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og er fallið úr leik í Meistaradeildinni. Pep er þó bjartsýnn á framtíðina. „Ef maður tapar þá vill maður tapa eins og við gerðum í dag. Ég sá mikið sem segir mér að félagið á bjarta framtíð fyrir höndum með leikmennina sem við erum með. „Fyrir utan Kevin De Bruyne og kannski Nathan Ake á eru leikmennirnir mjög ungir. Hvað sem félagið ákveður fyrir framtíðina, þá er framtíðin björt.“ Pep Guardiola ræðir við Mohamed Salah að leik loknum í dag.Vísir/Getty Hann segir uppbyggingu framundan og að liðið sé í augnablikinu langt á eftir Liverpool. „Við þurfum að byggja upp fyrir næsta skref. Þetta er spurning um tíma. Jafnvel með marga fjarverandi þá spiluðum við vel. Þeir brjóta línurnar og geta sótt hratt á bakvið þig. Þeir ógna mjög en við náðum þeim líka og það sem klikkaði var á síðasta þriðjungnum. Þetta snýst um hæfileika með boltann eða að skjóta á réttum tíma. Þaðan getum við byggt fyrir framtíðina.“ „Við erum langt frá. Við sjáum það í framtíðinni. Það sem við höfum gert á síðustu tímabilum var gott en núna erum við langt á eftir þeim. Við spiluðum með karakter sem var mjög gott.“
Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira