Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2025 14:12 Skjáskot úr myndbandi sem rússneskur hermaður birti upprunalega á Youtube í janúar. Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml. Þetta kemur fram í grein Fincancial Times (áskriftarvefur) en blaðamenn miðilsins hafa kafað djúpt í aftökurnar og telja sig hafa borið kennsl á einn rússneskan hermann sem tók þátt í að taka úkraínska hermenn af lífi á undanförnum vikum. Rússneskir hermann hafa margsinnis tekið upp á myndbönd aftökur á úkraínskum stríðsföngum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar 2022. Birtingu slíkra myndbanda hefur þó fjölgað verulega á undanförnum mánuðum og Úkraínumenn hafa einnig fangað aftökur Rússa á stríðsföngum með eftirlitsdrónum. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Lögreglan í Úkraínu hóf í fyrra 43 rannsóknir vegna aftaka á að minnsta kosti 133 úkraínskum stríðsföngum. Flestir hafa úkraínsku stríðsfangarnir verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Rannsakendur Bellingcat báru kennsl á hermanninn sem skar undan þeim úkraínska og hringdu í hann. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Rússneska herdeildin sem sökuð hefur verið um að myrða á fimmta hundrað óbreytta borgara í Bucha, í upphafi innrásarinnar, var heiðruð af Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Sagði fanga hafa verið skotna af ástæðu Í einu nýlegu myndbandi, sem rússneskur hermaður birti upprunalega á Yotube í janúar, tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir stilltu sex úkraínskum hermönnum, einum eða tveimur í einu, upp við bjálkahrúgu og skutu þá í bakið. Hermaðurinn sem birti myndbandið upprunalega, á Youtube-síðu þar sem hann hafði áður birt frumsamin rapplög, heitir samkvæmt FT, Oleg Yakolev. Á myndbandinu sést grímuklæddur maður, sem talinn er vera Yakolev taka beinan þátt í morðunum. Þegar blaðamenn náðu sambandi við hann, sagðist Yakolev ekki vera maðurinn á myndbandinu. Hann sagði einnig að hermaðurinn grímuklæddi hefði haft ástæðu til að skjóta hina óvopnuðu úkraínsku hermenn. Úkraínumenn segja hersveitina sem Yakolev tilheyrir hafa verið bendlaða við ýmsa stríðsglæpi. Hún var heiðruð af Pútín í júlí fyrir „hugrekki og hetjuskap“. Hér að neðan má sjá heimildarmynd sem FT gerði um rannsókn þeirra á aftökunum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05 Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað. 19. febrúar 2025 14:24 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Fincancial Times (áskriftarvefur) en blaðamenn miðilsins hafa kafað djúpt í aftökurnar og telja sig hafa borið kennsl á einn rússneskan hermann sem tók þátt í að taka úkraínska hermenn af lífi á undanförnum vikum. Rússneskir hermann hafa margsinnis tekið upp á myndbönd aftökur á úkraínskum stríðsföngum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar 2022. Birtingu slíkra myndbanda hefur þó fjölgað verulega á undanförnum mánuðum og Úkraínumenn hafa einnig fangað aftökur Rússa á stríðsföngum með eftirlitsdrónum. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Lögreglan í Úkraínu hóf í fyrra 43 rannsóknir vegna aftaka á að minnsta kosti 133 úkraínskum stríðsföngum. Flestir hafa úkraínsku stríðsfangarnir verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Rannsakendur Bellingcat báru kennsl á hermanninn sem skar undan þeim úkraínska og hringdu í hann. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Rússneska herdeildin sem sökuð hefur verið um að myrða á fimmta hundrað óbreytta borgara í Bucha, í upphafi innrásarinnar, var heiðruð af Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Sagði fanga hafa verið skotna af ástæðu Í einu nýlegu myndbandi, sem rússneskur hermaður birti upprunalega á Yotube í janúar, tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir stilltu sex úkraínskum hermönnum, einum eða tveimur í einu, upp við bjálkahrúgu og skutu þá í bakið. Hermaðurinn sem birti myndbandið upprunalega, á Youtube-síðu þar sem hann hafði áður birt frumsamin rapplög, heitir samkvæmt FT, Oleg Yakolev. Á myndbandinu sést grímuklæddur maður, sem talinn er vera Yakolev taka beinan þátt í morðunum. Þegar blaðamenn náðu sambandi við hann, sagðist Yakolev ekki vera maðurinn á myndbandinu. Hann sagði einnig að hermaðurinn grímuklæddi hefði haft ástæðu til að skjóta hina óvopnuðu úkraínsku hermenn. Úkraínumenn segja hersveitina sem Yakolev tilheyrir hafa verið bendlaða við ýmsa stríðsglæpi. Hún var heiðruð af Pútín í júlí fyrir „hugrekki og hetjuskap“. Hér að neðan má sjá heimildarmynd sem FT gerði um rannsókn þeirra á aftökunum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05 Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað. 19. febrúar 2025 14:24 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29
Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05
Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03
Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað. 19. febrúar 2025 14:24