Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2022 16:21 Úkraínskur hermaður á víglínunni í austurhluta landsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/David Goldman Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. Rétt er að vara við myndum af höfðinu, sem sjá má hér neðar í fréttinni. Borgin er í Donbas og féll í hendur hersveita frá Téténíu í maí en svo virðist sem myndefnið hafi verið tekið upp í síðasta mánuði, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þeirra sem hafa birt myndefnið er Serhiy Haidai, úkraínskur ríkisstjóri Luhansk, héraðs sem er að fullu í höndum Rússa. Hann birti mynd af stjaksettu höfðinu um helgina. Við myndina skrifaði hann texta þar sem hann líkti rússneskum hermönnum við orka úr Hringadróttinssögu. Það hafa Úkraínumenn gert ítrekað frá upphafi innrásarinnar. „Það er ekkert mennskt við Rússana. Við eigum í stríði við ómanneskjulegar verur,“ sagði Haidai. Olexander Scherba, fyrrverandi sendiherra Úkraínu í Austurríki tísti einnig um atvikið á föstudaginn og birti hann myndir af höfðinu. The occupied #Popasna in Donbas. A head of a Ukrainian PoW on a stick. #RussianWarCrimes #StandWithUkraine pic.twitter.com/tuE3BMDXrJ— olexander scherba (@olex_scherba) August 5, 2022 Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem myndefni í dreifingu á netinu virðist sýna grimmileg ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum stríðsföngum. Skáru undan hermanni Þann 28. júlí birtist fyrst myndband á Telegram sem sýndi tvo rússneska hermenn halda manni klæddum úkraínskum herfatnaði niðri á meðan sá þriðji skar undan honum með dúkahníf. Rússarnir hæddust því næst af hermanninum áður en maðurinn með hnífinn skaut hann í höfuðið. Myndbandið, sem var í þremur hlutum, var í dreifingu á rússneskum Telegram-síðum, þar sem margir fögnuðu því til að byrja með. Nokkrum klukkustundum eftir birtingu var staðhæft að myndbandið væri sviðsett til að koma óorði á hermenn Rússa. Myndbandið var tekið upp í bæ nærri Lysychansk en hann féll í hendur Rússa í upphafi síðasta mánaðar. Hringdu í morðingjann Rannsakendur Bellingcat gátu borið kennsl á manninn sem misþyrmdi og myrti úkraínska hermanninn á myndbandinu. Sá tilheyrir téténskri hersveit í rússneska hernum en frekari upplýsingar um hvernig hann var fundinn má finna á vef samtakanna. Hringt var í hann og þvertók hann fyrir að vera umræddur maður. Hann viðurkenndi þó að starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) hefðu tekið hann í viðtal vegna myndbands. Hermaðurinn sagði að starfsmenn FSB hefðu tilkynnt honum að myndbandið sýndi í raun dulbúna úkraínska hermenn misþyrma og myrða annan úkraínskan hermann. Hann sagðist hafa farið aftur til Rússlands fyrir um mánuði síðan og að hann hefði engan myrt. Maðurinn gat þó ekki sagt hvernig hinir meintu úkraínsku hermenn komu höndum yfir nákvæmlega eins hatt og hann hefur áður verið myndaður með, eins armband og eins einkennisbúning. Þá þvertók hann fyrir að hafa verið á hvítum bíl eins og sást á aftökumyndbandinu, þrátt fyrir að hafa áður verið myndaður á þannig bíl. Late last month, a series of graphic videos surfaced online depicting an apparent war crime in Ukraine's Luhansk Region. The available open source imagery implicates members of a Chechen-led paramilitary group fighting with the Russian army.https://t.co/srTZE79er1— Bellingcat (@bellingcat) August 5, 2022 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7. ágúst 2022 16:30 Borgarstjóri segir árásir á sjúkrahús viðurstyggileg hryðjuverk Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv segir árásir Rússa á spítala í borginni fyrr í dag viðurstyggileg hryðjuverk. 1. ágúst 2022 21:46 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Rétt er að vara við myndum af höfðinu, sem sjá má hér neðar í fréttinni. Borgin er í Donbas og féll í hendur hersveita frá Téténíu í maí en svo virðist sem myndefnið hafi verið tekið upp í síðasta mánuði, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þeirra sem hafa birt myndefnið er Serhiy Haidai, úkraínskur ríkisstjóri Luhansk, héraðs sem er að fullu í höndum Rússa. Hann birti mynd af stjaksettu höfðinu um helgina. Við myndina skrifaði hann texta þar sem hann líkti rússneskum hermönnum við orka úr Hringadróttinssögu. Það hafa Úkraínumenn gert ítrekað frá upphafi innrásarinnar. „Það er ekkert mennskt við Rússana. Við eigum í stríði við ómanneskjulegar verur,“ sagði Haidai. Olexander Scherba, fyrrverandi sendiherra Úkraínu í Austurríki tísti einnig um atvikið á föstudaginn og birti hann myndir af höfðinu. The occupied #Popasna in Donbas. A head of a Ukrainian PoW on a stick. #RussianWarCrimes #StandWithUkraine pic.twitter.com/tuE3BMDXrJ— olexander scherba (@olex_scherba) August 5, 2022 Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem myndefni í dreifingu á netinu virðist sýna grimmileg ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum stríðsföngum. Skáru undan hermanni Þann 28. júlí birtist fyrst myndband á Telegram sem sýndi tvo rússneska hermenn halda manni klæddum úkraínskum herfatnaði niðri á meðan sá þriðji skar undan honum með dúkahníf. Rússarnir hæddust því næst af hermanninum áður en maðurinn með hnífinn skaut hann í höfuðið. Myndbandið, sem var í þremur hlutum, var í dreifingu á rússneskum Telegram-síðum, þar sem margir fögnuðu því til að byrja með. Nokkrum klukkustundum eftir birtingu var staðhæft að myndbandið væri sviðsett til að koma óorði á hermenn Rússa. Myndbandið var tekið upp í bæ nærri Lysychansk en hann féll í hendur Rússa í upphafi síðasta mánaðar. Hringdu í morðingjann Rannsakendur Bellingcat gátu borið kennsl á manninn sem misþyrmdi og myrti úkraínska hermanninn á myndbandinu. Sá tilheyrir téténskri hersveit í rússneska hernum en frekari upplýsingar um hvernig hann var fundinn má finna á vef samtakanna. Hringt var í hann og þvertók hann fyrir að vera umræddur maður. Hann viðurkenndi þó að starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) hefðu tekið hann í viðtal vegna myndbands. Hermaðurinn sagði að starfsmenn FSB hefðu tilkynnt honum að myndbandið sýndi í raun dulbúna úkraínska hermenn misþyrma og myrða annan úkraínskan hermann. Hann sagðist hafa farið aftur til Rússlands fyrir um mánuði síðan og að hann hefði engan myrt. Maðurinn gat þó ekki sagt hvernig hinir meintu úkraínsku hermenn komu höndum yfir nákvæmlega eins hatt og hann hefur áður verið myndaður með, eins armband og eins einkennisbúning. Þá þvertók hann fyrir að hafa verið á hvítum bíl eins og sást á aftökumyndbandinu, þrátt fyrir að hafa áður verið myndaður á þannig bíl. Late last month, a series of graphic videos surfaced online depicting an apparent war crime in Ukraine's Luhansk Region. The available open source imagery implicates members of a Chechen-led paramilitary group fighting with the Russian army.https://t.co/srTZE79er1— Bellingcat (@bellingcat) August 5, 2022
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7. ágúst 2022 16:30 Borgarstjóri segir árásir á sjúkrahús viðurstyggileg hryðjuverk Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv segir árásir Rússa á spítala í borginni fyrr í dag viðurstyggileg hryðjuverk. 1. ágúst 2022 21:46 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7. ágúst 2022 16:30
Borgarstjóri segir árásir á sjúkrahús viðurstyggileg hryðjuverk Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv segir árásir Rússa á spítala í borginni fyrr í dag viðurstyggileg hryðjuverk. 1. ágúst 2022 21:46