Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 17:20 Dagný kom inn af bekknum. Paul Harding/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir kom inn í blálokin á mikilvægum 3-1 sigri West Ham United á Brighton & Hove Albion í efstu deild enska fótboltans í dag. Hlín Eiríksdóttir spilaði þá rúmlega klukkustund í 3-0 sigri Leicester City á Aston Villa. Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira