Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 17:20 Dagný kom inn af bekknum. Paul Harding/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir kom inn í blálokin á mikilvægum 3-1 sigri West Ham United á Brighton & Hove Albion í efstu deild enska fótboltans í dag. Hlín Eiríksdóttir spilaði þá rúmlega klukkustund í 3-0 sigri Leicester City á Aston Villa. Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira