Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 09:02 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Guðlaugur Victor var leikmaður Liverpool. Hann mætir fyrrum félagi sínu í dag. Vísir/Samsett Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira