Óvenjulegt að allt landið sé undir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:13 Runólfur Þórhallsson segir mikið mæða á viðbragðsaðilum. Vísir/Arnar Halldórsson Rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir eru um allt land í kvöld og á morgun og hættustig almannavarna er í gildi. Margar tilkynningar um fok- og vatnstjón hafa borist viðbragðsaðilum. Óvissa er með skólastarf í höfuðborginni. Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur. Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Sjá meira
Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur.
Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent