Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Hefði þurft hjól­börur undir öll verð­launin sín

Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði.<iframe width="752" height="423" src="https://www.visir.is/player/283538af-744b-4adf-9f14-3def389dc264-1766516862256" frameborder="0" scrolling="no" seamless="seamless" allowfullscreen></iframe>Embed: Dúx á SelfossiBrautskráningin fór fram föstudaginn 19. desember en í þetta skipti voru 60 nemendur brautskráðir af tíu námsbrautum skólans. Í ræðu sinni lagði skólameistari, Soffía Sveinsdóttir út af ýmsum þjóðþrifamálum og meðal annars varðveislu íslenskrar tungu. Hún hvatti nemendur til að huga að kunnáttu sinni í móðurmálinu og lesa meira á íslensku.Eins og hefð er fyrir við brautskráningu voru nokkrir nemendur heiðraðir fyrir sérstaklega góðan árangur en þar stóð þó fremst uppi á meðal jafningja, Guðný Ósk Atladóttir, sem býr á Hvolsvelli en hún fékk nánast öll verðlaunin fyrir framúrskarandi námsárangur en hún var með 9,71 í meðaleinkunn.„Þetta kom bara dálítið á óvart, ég bjóst ekki við að fá svona mikið af verðlaunum, ég átti alls ekki von á öllu þessu“, segir Guðný Ósk.Guðný segir að stærðfræði hafi verið skemmtilegasta fagið í skólanum. En hvað tekur nú við hjá henni ?„Líklegast að læra bara meira tengd viðskiptafræði pg bókhaldi“.Guðný Ósk Atladóttir, dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands en hún var með 9.71 í meðaleinkunn.Skólameistari skólans er að sjálfsögðu stoltur af árangri Guðnýjar.„Þetta er bara stórkostlegur árangur. Hún fékk náttúrulega mjög mörg verðlaun og virðist vera jafnvígur nemandi. Þannig að þetta er með betri árangri, sem nemandi hefur náð hjá okkur,“ segir Soffía.Soffía segir að vorönnin leggist vel í hana og starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlandi, það sé alltaf nóg að gera og mikil aðsókn að skólanum.Guðný Óska með foreldrum sínum og afa og ömmu, sem eru bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent
Fréttamynd

Í takt við það sem verið hefur

Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað doktors­gráður

Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Skýrsla ráð­herra svari ekki mikil­vægum spurningum um brúun bilsins

Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. 

Innlent
Fréttamynd

Allt að helmingur barna heima vegna veikinda

Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir sér­stakri um­ræðu um mál­efni skóla­meistara og fram­halds­skóla

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málefni framhaldsskóla og skólameistara á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins óskaði formlega eftir því að menntamálaráðherra gæfi skýrslu um málið fyrr í vikunni en í millitíðinni er ráðherrann farinn í veikindaleyfi. Beiðni um að staðgengill ráðherrans tæki það að sér að taka þátt í slíkri umræðu á þingi er til skoðunar hjá forseta þingsins en þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka kalla eftir því að forsætisráðherra verði til svara um málið.

Innlent
Fréttamynd

Martraðarverktaki Kópa­vogs­bæjar greiddi ekki krónu með gati

Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jöfn tæki­færi fyrir börn í borginni

Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna!

Skoðun
Fréttamynd

Kynna breytta Reykja­víkur­leið eftir ára­mót

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Ríkislög­reglu­stjóri tekur Snapchat-mál lög­reglu­nema al­var­lega

Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­nefnd Mennta­skólans á Egils­stöðum gagn­rýnir skort á sam­ráði

Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Hver á að kenna börnunum í Kópa­vogi í fram­tíðinni?

Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra bað skóla­meistara af­sökunar sem klóra sér enn í kollinum

Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar­fjörður mátti ekki aftur­kalla ráðningu Óskars Steins

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Uggur í læknum og sam­töl við Norður­lönd nauð­syn­legt

Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráð­herra á fram­halds­skólum

Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíðar­sýn

Ég er svo heppinn að framtíðin hefur alltaf staðið mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Eftir að hefðbundnum æskuhugmyndum um að verða lögga eða slökkviliðsmaður sleppti var ég lengi harðákveðinn í að verða rafeindavirki.

Skoðun