Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 12:03 Frá blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í gær. Getty Images/Chip Somodevilla Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að Bandaríkin myndu taka yfir Gasa, eignast landsvæðið og gera úr því glæsibaðströnd Miðausturlanda. Þá hefði hann í hyggju að flytja á brott Palestínumenn sem búa á Gasa og mögulega með hervaldi. Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir að með þessari yfirlýsingu sé úti um tveggja ríkja stefnuna, sem hafi þó meira verið í orði en á borði. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti fram yfirlýsingar um yfirtöku á Gasa á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þegar Trump var spurður hvort hann hygðist senda Bandaríska hermenn til Gasa þá svaraði hann því til að hann myndi gera það sem nauðsynlegt þætti til að eignast landsvæðið. Bandaríkjamenn myndu í kjölfarið hreinsa svæðið, ráðast í uppbyggingu og gera Gasa að stað sem Mið-Austurlönd gætu orðið stolt af og talaði um glæsibaðströnd eða „rivíeru“ í því samhengi. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum. „Þetta eru í besta falli þvingaðir fólksflutningar en þetta mætti líka kalla „etníska“ hreinsun á borð við það sem er oft í aðdraganda þjóðarmorðs, ef maður vill halda því fram að það hafi ekki átt sér stað hingað til. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing og með margþættar afleiðingar. Það hefur auðvitað lengi verið reynt að þvinga Palestínumenn burt úr sínu landi. Þessi yfirlýsing segir bara að Bandaríkin muni styðja Ísrael í því að taka þetta svæði algjörlega yfir.“ Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Trump fer fram á að Egyptaland, Jórdanía og fleiri nágrannaríki taki við Palestínumönnum. Silja segir það brjóta gegn fullveldisrétti ríkjanna að ætla þeim að taka við og útvega landsvæði undir milljónir íbúa frá öðru ríki. „Komi nágrannaríkin eins og Egyptaland, eða Jórdanía til móts við þessa kröfu þá skapa þau aðstæður í sínum heimaríkjum sem myndu setja þeirra stjórnkerfi í uppnám því á þetta yrði ekki litið sem neitt annað en þjónkun við Ísraelsríki.“ Fram til þessa hafa Bandaríkin talað fyrir tveggja ríkja stefnunni. „Hún hefur svo sem verið meira í orði en á borði hingað til en allavega hafa Palestínumenn getað unnið að sínu markmiði að verða fullvalda ríki innan þess ramma en það er ekki lengur í boði miðað við þetta,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor. Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25 Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti fram yfirlýsingar um yfirtöku á Gasa á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þegar Trump var spurður hvort hann hygðist senda Bandaríska hermenn til Gasa þá svaraði hann því til að hann myndi gera það sem nauðsynlegt þætti til að eignast landsvæðið. Bandaríkjamenn myndu í kjölfarið hreinsa svæðið, ráðast í uppbyggingu og gera Gasa að stað sem Mið-Austurlönd gætu orðið stolt af og talaði um glæsibaðströnd eða „rivíeru“ í því samhengi. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum. „Þetta eru í besta falli þvingaðir fólksflutningar en þetta mætti líka kalla „etníska“ hreinsun á borð við það sem er oft í aðdraganda þjóðarmorðs, ef maður vill halda því fram að það hafi ekki átt sér stað hingað til. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing og með margþættar afleiðingar. Það hefur auðvitað lengi verið reynt að þvinga Palestínumenn burt úr sínu landi. Þessi yfirlýsing segir bara að Bandaríkin muni styðja Ísrael í því að taka þetta svæði algjörlega yfir.“ Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Trump fer fram á að Egyptaland, Jórdanía og fleiri nágrannaríki taki við Palestínumönnum. Silja segir það brjóta gegn fullveldisrétti ríkjanna að ætla þeim að taka við og útvega landsvæði undir milljónir íbúa frá öðru ríki. „Komi nágrannaríkin eins og Egyptaland, eða Jórdanía til móts við þessa kröfu þá skapa þau aðstæður í sínum heimaríkjum sem myndu setja þeirra stjórnkerfi í uppnám því á þetta yrði ekki litið sem neitt annað en þjónkun við Ísraelsríki.“ Fram til þessa hafa Bandaríkin talað fyrir tveggja ríkja stefnunni. „Hún hefur svo sem verið meira í orði en á borði hingað til en allavega hafa Palestínumenn getað unnið að sínu markmiði að verða fullvalda ríki innan þess ramma en það er ekki lengur í boði miðað við þetta,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor.
Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25 Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25
Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50