Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2025 06:20 Það fór vel á með Trump og Netanyahu í gær. epa/Shawn Thew Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. Ummælin lét forsetinn falla á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um að breyta Gasa í ferðamannaparadís. Trump sagði Palestínumenn aðeins vilja snúa aftur á Gasa af því að þeir hefðu ekki um annað að velja. Svæðið væri rústir einar og Palestínumenn ættu að leita til nágrannaríkjanna til að lifa í friði. Bandaríkjamenn myndu taka yfir Gasa, eiga svæðið og axla ábyrgð á því að hreinsa það. Þá myndu þeir byggja það upp, skapa þúsundir starfa og gera svæðið að stað sem Mið-Austurlönd gætu verið stolt af. Fyrr um daginn hafði Trump rætt um að Palestínumenn flyttust varanlega frá Gasa og hvatti Egyptaland, Jórdaníu og önnur Arabaríki til að taka á móti þeim. Ráðamenn þar í landi hafa hafnað slíkum hugmyndum. Forsetinn fór ekki út í smáatriði, hvernig stjórnvöld hygðust framkvæma allt það sem hann boðaði en aðspurður sagðist hann ekki útiloka að senda hermenn á Gasa ef þess þyrfti. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við leiðtoga á svæðinu og að þeir „elskuðu“ hugmyndina um að Bandaríkin eignuðust Gasa og sköpuðu stöðugleika. Sagðist hann vonast til að yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu myndu samþykkja, í fyllingu tímans, að taka á móti íbúum. Netanyahu lýsti fyrir sitt leyti ánægju með hugmyndina og sagði Trump besta vin sem Ísrael hefði átt í Hvíta húsinu. Hamas-samtökin, stjórnvöld í Sádi Arabaíu, mannréttindasamtök og samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hins vegar fordæmt yfirlýsingar forsetans. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um að breyta Gasa í ferðamannaparadís. Trump sagði Palestínumenn aðeins vilja snúa aftur á Gasa af því að þeir hefðu ekki um annað að velja. Svæðið væri rústir einar og Palestínumenn ættu að leita til nágrannaríkjanna til að lifa í friði. Bandaríkjamenn myndu taka yfir Gasa, eiga svæðið og axla ábyrgð á því að hreinsa það. Þá myndu þeir byggja það upp, skapa þúsundir starfa og gera svæðið að stað sem Mið-Austurlönd gætu verið stolt af. Fyrr um daginn hafði Trump rætt um að Palestínumenn flyttust varanlega frá Gasa og hvatti Egyptaland, Jórdaníu og önnur Arabaríki til að taka á móti þeim. Ráðamenn þar í landi hafa hafnað slíkum hugmyndum. Forsetinn fór ekki út í smáatriði, hvernig stjórnvöld hygðust framkvæma allt það sem hann boðaði en aðspurður sagðist hann ekki útiloka að senda hermenn á Gasa ef þess þyrfti. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við leiðtoga á svæðinu og að þeir „elskuðu“ hugmyndina um að Bandaríkin eignuðust Gasa og sköpuðu stöðugleika. Sagðist hann vonast til að yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu myndu samþykkja, í fyllingu tímans, að taka á móti íbúum. Netanyahu lýsti fyrir sitt leyti ánægju með hugmyndina og sagði Trump besta vin sem Ísrael hefði átt í Hvíta húsinu. Hamas-samtökin, stjórnvöld í Sádi Arabaíu, mannréttindasamtök og samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hins vegar fordæmt yfirlýsingar forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira