Segir engan vilja búa á Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 23:50 Donald Trump og Netanjahú hafa lengi verið vinir. AP/Alex Brandon Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira