Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Lovísa Arnardóttir skrifar 3. febrúar 2025 13:35 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra setur nýjan vef í loftið í dag ásamt Hildigunni H.H. Thorsteinsson, forstjóra Veðurstofu Íslands. Mynd/Veðurstofa Íslands/Haukur Hauksson). Nýr veðurvefur Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Vefurinn er fyrsta skrefið í endurnýjun vefs Veðurstofunnar og tækniumhverfi hans. Stöðum sem hægt er að fá veðurspá fyrir hefur verið fjölgað Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef lýkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is. Enn er hægt að skoða veðurspár á gamla vefnum en Hildigunnur H.H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir mestu breytingarnar hjá þeim sem skoði vefinn í farsíma. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að í fyrsta áfanga sé lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað. Fyrir utan bætta framsetningu á staðarspám hefur stöðum sem hægt er að fletta upp til að fá veðurspá verið fjölgað verulega og smám saman mun þeim stöðum fjölga enn frekar. Viðmótið á nýja vefnum.Veðurstofan Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði vefinn í dag og sagði það mikinn heiður. Hildigunnur segir þetta mikil tímamót. „Það að vefurinn hafi dugað nánast óbreyttur þetta lengi er til marks um gæði hans á sínum tíma, en engu að síður vorum við komin í tækniskuld með vefinn og upplýsingatækniumhverfið sem tengist honum,“ segir hún í tilkynningu. Upplýsingar settar fram á öðruvísi formi Nýr vefur hefur að geyma samskonar gögn og spár og fyrri vefur. En upplýsingarnar eru settar fram á svolítið öðru formi svo notendur sjái betur hvað veðurspáin er að segja hverju sinni. „Þetta er verulega umfangsmikið verkefni og nú þegar höfum við fjárfest um 250 milljónum í verkefninu og reiknum með að fjárfesta um 100 milljónum á næstu árum. Við gerum miklar kröfur til rekstraröryggis, uppitíma og að vefurinn þoli mikið álag, fyrir utan það að framsetning á upplýsingum sé skýr, vefurinn notendavænn og komi til með að þjónusta okkar notendur enn betur en eldri útgáfan gerir í dag,“ segir Hildigunnur. Í tilkynningu Veðurstofunnar er einnig farið vel yfir ferlið sem hófst með útboði á vegum Ríkiskaupa í upphafi árs 2022. Origo var hlutskarpast í því útboði. Nánar hér. Veður Tækni Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Sjá meira
Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef lýkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is. Enn er hægt að skoða veðurspár á gamla vefnum en Hildigunnur H.H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir mestu breytingarnar hjá þeim sem skoði vefinn í farsíma. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að í fyrsta áfanga sé lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað. Fyrir utan bætta framsetningu á staðarspám hefur stöðum sem hægt er að fletta upp til að fá veðurspá verið fjölgað verulega og smám saman mun þeim stöðum fjölga enn frekar. Viðmótið á nýja vefnum.Veðurstofan Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði vefinn í dag og sagði það mikinn heiður. Hildigunnur segir þetta mikil tímamót. „Það að vefurinn hafi dugað nánast óbreyttur þetta lengi er til marks um gæði hans á sínum tíma, en engu að síður vorum við komin í tækniskuld með vefinn og upplýsingatækniumhverfið sem tengist honum,“ segir hún í tilkynningu. Upplýsingar settar fram á öðruvísi formi Nýr vefur hefur að geyma samskonar gögn og spár og fyrri vefur. En upplýsingarnar eru settar fram á svolítið öðru formi svo notendur sjái betur hvað veðurspáin er að segja hverju sinni. „Þetta er verulega umfangsmikið verkefni og nú þegar höfum við fjárfest um 250 milljónum í verkefninu og reiknum með að fjárfesta um 100 milljónum á næstu árum. Við gerum miklar kröfur til rekstraröryggis, uppitíma og að vefurinn þoli mikið álag, fyrir utan það að framsetning á upplýsingum sé skýr, vefurinn notendavænn og komi til með að þjónusta okkar notendur enn betur en eldri útgáfan gerir í dag,“ segir Hildigunnur. Í tilkynningu Veðurstofunnar er einnig farið vel yfir ferlið sem hófst með útboði á vegum Ríkiskaupa í upphafi árs 2022. Origo var hlutskarpast í því útboði. Nánar hér.
Veður Tækni Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Sjá meira