Tækni

Fréttamynd

Stjórn fyrir­tækisins hefur form­lega rann­sókn

Astronomer, bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki í hringiðunni á einhverju umtalaðasta framhjáhaldshneyksli síðari ára, hefur hleypt af stað formlegri rannsókn á málinu. Andy Byron, giftur forstjórinn, var gripinn glóðvolgur á stóra skjánum á Coldplay-tónleikum í aðeins of innilegum faðmlögum með mannauðsstjóranum í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Netöryggi til fram­tíðar

Netöryggi er ekki lengur valkostur heldur lykilþáttur í öryggi íslensks samfélags. Hér á landi eru margar grundvallarþjónustur háðar virkni upplýsinga- og fjarskiptakerfa, og öflugt netöryggi er því nauðsynlegt fyrir stöðugleika og virkni samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler

Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri.

Erlent
Fréttamynd

Gervigreindin beisluð

Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Skæður hakkara­hópur herjar á fram­línu­starfs­menn

Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. 

Innlent
Fréttamynd

Svikarar nýti sumar­frí til að blekkja fyrir­tæki til að milli­færa háar upp­hæðir

Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynna nýtt kerfi gegn „gervi­greindarsópum“

Netinnviðafyrirtækið Cloudflare hefur kynnt til sögunnar nýtt kerfi sem mun vernda vefsíður frá „gervigreindarsópum“. Höfundarrétthafar munu þannig geta verndað verk sín á netinu, frá því að tæknifyrirtæki „sópi“ efninu upp í ágóðaskyni, án þess að greiða fyrir. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Veður­stofan nýtir ofur­tölvu til að herma eftir hraun­flæði

Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að smella af með stærstu mynda­vél í heimi

Fyrstu myndirnir af næturhimninum frá Veru C. Rubin-athuganastöðinni sem hýsir stærstu stafrænu myndavél heims voru birtar í dag. Athuganastöðin ver næstu tíu árum í að taka myndskeið af alheiminum sem eiga að hjálpa vísindamönnum að skilja betur eðli alheimsins og finna smástirni sem gætu ógnað jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Nefndirnar sem smíða orðin: Lýðnetið víkur fyrir inter­netinu og þjarki fyrir bóta

Lýðnetið víkur fyrir internetinu og þjarki og yrki víkja fyrir bóta og botta. Tæplega 500 orðum var á dögunum bætt við tölvuorðasafnið sem er hluti af íðorðabanka Árnastofnunar. Fólkið sem situr í orðanefndum fagorðasafna sinnir vanmetnu starfi í þágu viðnámsþróttar íslenskunnar en sannkölluð breiðfylking tekur þátt í þessu framlínustarfi.

Lífið
Fréttamynd

Mið­eind festir kaup á Snöru

Miðeind ehf. hefur gengið frá samningi við Forlagið ehf. um kaup á Snöru ehf., sem rekur samnefnt vefbókasafn og á stafrænan birtingarrétt ýmissa þekktra orðabóka og heimilda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spólum til baka

Upp á síðkastið hafa orðið straumhvörf í samfélaginu, ungmenni líta um öxl til einfaldari tíma án snjallsímans. Sérhæfð tæki fyrri tíma eru uppblásin nýju lífu á meðal ungs fólks. 

Skoðun