Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 07:08 Gular viðvaranir taka víða gildi á landinu fyrir hádegi í dag vegna hríðarveðurs. Vísir/Vilhelm Það mun ganga í suðaustanhvassviðri eða -storm með slyddu eða snjókomu með morgninum, en rigningu við ströndina og hlýnar nokkuð. Veðurstofan spáir því að það verði hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Það mun svo lægja heldur og verður þurrt að kalla í kvöld, fyrst vestantil. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Vestfjörðum, Breiðafirði, Faxaflóa, Suðurlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðursins í dag. Taka þær gildi fyrir hádegi og eru þær síðustu í gildi fram á kvöld. „Bent er á að mikil hálka geti myndast á vegum úti á morgun og eru ökumenn hvattir til að aka eftir aðstæðum. Næsta lægð nálgast landið á morgun, föstudag, og gengur í suðaustanstorm og jafnvel rok með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að snjói undan þeirri lægð eins og lægðinni í dag þar sem mun mildara loft verður yfir landinu á morgun. Spáð er áframhaldandi umhelypingum um helgina með hvössum sunnanáttum, talsverðri rigningu, hlýindum og asahlákau og er því fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að fyrirbyggja vatnstjón. Vegna veðurhæðar eru ferðalangar hvattir til aka með gát, einkum ef ökutækin taka á sig vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri, 18-25 m/s og rigning undir kvöld, en þurrt að mestu norðaustanlands og hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan storm eða rok seinnipartinn með talsverðri rigningu og hlýindum, einkum sunnantil. Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil og kólnandi veður. Á miðvikudag: Búast má við hvassri sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri í bili. Veður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Sjá meira
Veðurstofan spáir því að það verði hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Það mun svo lægja heldur og verður þurrt að kalla í kvöld, fyrst vestantil. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Vestfjörðum, Breiðafirði, Faxaflóa, Suðurlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðursins í dag. Taka þær gildi fyrir hádegi og eru þær síðustu í gildi fram á kvöld. „Bent er á að mikil hálka geti myndast á vegum úti á morgun og eru ökumenn hvattir til að aka eftir aðstæðum. Næsta lægð nálgast landið á morgun, föstudag, og gengur í suðaustanstorm og jafnvel rok með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að snjói undan þeirri lægð eins og lægðinni í dag þar sem mun mildara loft verður yfir landinu á morgun. Spáð er áframhaldandi umhelypingum um helgina með hvössum sunnanáttum, talsverðri rigningu, hlýindum og asahlákau og er því fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að fyrirbyggja vatnstjón. Vegna veðurhæðar eru ferðalangar hvattir til aka með gát, einkum ef ökutækin taka á sig vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri, 18-25 m/s og rigning undir kvöld, en þurrt að mestu norðaustanlands og hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan storm eða rok seinnipartinn með talsverðri rigningu og hlýindum, einkum sunnantil. Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil og kólnandi veður. Á miðvikudag: Búast má við hvassri sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri í bili.
Veður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Sjá meira