Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2025 07:02 Mason Mount er einn þeirra leikmanna sem hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar eftir að vera keyptur fyrir fúlgur fjár. EPA-EFE/PETER POWELL Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United. Nú hafa forráðamenn liðsins staðfest að eyðsla liðsins undanfarin tímabil hafi farið úr öllu valdi og félagið þurfi því að gera ýmsar ráðstafanir til að lenda ekki í svörtu bókinni þegar kemur að fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Endi liðið í svörtu bókinni gætu stig verið dregin af því. Síðan Rúben Amorim tók við sem þjálfari Man United hefur heldur betur gengið brösuglega. Eftir tap gegn Brighton & Hove Albion fyrir skemmstu tók þjálfarinn reiði sína út á sjónvarpi. Amorim hefur sjálfur sagt að það muni taka leikmenn liðsins tíma að venjast leikstíl hans og þá er ljóst að liðið þarf nokkra nýja leikmenn sem henta téðum leikstíl. Sem stendur virðist hins vegar sem liðið sé eingöngu að losa leikmenn, er það vegna slæmrar stöðu félagsins þegar kemur að FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Marcus Rashford er eins og allur knattspyrnuheimurinn veit til sölu, Antony er svo gott sem búinn að ganga frá lánskiptum til Real Betis og þá virðist Alejandro Garnacho vera falur fyrir rétt verð. The Athletic greinir frá að hirslur Man United séu engan veginn tómar en ekki sé um að ræða eigið fé heldur fjármagn frá Sir Jim Ratcliffe, minnihluta eiganda félagsins, sem er eyrnamerkt nýju æfingasvæði og svo skammtímalánum sem þarf á endanum að borga til baka. Í grein The Athletic um fjárhagsstöðu félagsins segir einnig að félagið eigi enn eftir að borga 319 milljónir punda (55 milljarða íslenskra króna) fyrir leikmenn sem það hefur nú þegar fest kaup á. Þar af eru 154 milljónir punda (27 milljarðar) sem þarf að greiða á þessu ári. Opið bréf forráðamanna félagsins til The 1958, einna af stuðningsmannasamtökum félagsins, staðfestir frétt The Athletic. Í bréfinu segir að félagið þurfi að taka erfiðar ákvarðanir eftir að hafa tapað alls 300 milljónum punda – 52 milljörðum íslenskra króna – á síðustu þremur árum. We are sure have all seen the news today.We will always be open and transparent with ourselves and everyone else. We will not hide behind any sense of entitlement. Our values, transparency and integrity will always be paramount to us and what guides us to protect generational… pic.twitter.com/QQn0SGFPBH— The 1958 (@The__1958) January 23, 2025 „Þeir eru að lifa Meistaradeildar-lífstíl á Evrópudeildar-innkomu,“ segir Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótboltafélaga, í viðtali við The Athletic. Það fer ekkert á milli mála að Man United hefur verið illa rekið síðan Glazier-fjölskyldan keypti félagið árið 2005. Þangað til hann hætti hélt Sir Alex Ferguson liðinu þó í hæstu hæðum ásamt hjálp David Gill sem var framkvæmdastjóri félagsins. Gill hætti á sama tíma og síðan þá hefur liðið aldrei náð sömu hæðum þrátt fyrir að eyða ótrúlegum upphæðum í leikmenn. Ef til vill er staðan í dag áfellisdómur á Erik ten Hag, þjálfara liðsins á undan Amorim, og þeim sem sáu um leikmannkaup liðsins þá enda fékk hann fjölmarga leikmenn til félagsins. Margir hverjir kostuðu alltof mikið miðað við það sem þeir hafa sýnt á vellinum. Tímabilið 2022-23 Nafn – Keyptur frá – Verð í milljónum evra Antony – Ajax – 95 Casemiro – Real Madríd – 70,65 Lisandro Martínez – Ajax – 57,5 Tyrell Malacia – Feyenoord – 15 Wout Weghorst – Burnley (á láni) – 3 Martin Dúbravka – Newcastle United (á láni) – 2,5 Christian Eriksen – Brentford – Frítt Marcel Sabitzer - Bayern München (á láni) – Frítt Jack Butland – Crystal Palace (á láni) – Frítt Tímabilið 2023-24 Rasmus Höjlund – Atlanta – 74 Mason Mount – Chelsea – 64 André Onana – Inter – 50 Sofyan Amrabat – Fiorentina (á láni) – 9 Altay Bayındır – Fenerbahçe – 5 Tímabilið 2024-25 Leny Yoro – Lille – 62 Manuel Ugarte – París Saint-Germain – 50 Matthijs de Ligt – Bayern – 45 Joshua Zirkzee – Bologna – 42,5 Noussair Mazroui – Bayern – 15 Eftir eyðsluna hér að ofan sem og aukinn kostnað við viðbætur á Old Trafford sem og Carrington-æfingasvæðinu, sem hefði fyrir lifandi löngu átt að vera búið að ráðsat í, situr Amorim með heldur tómlegt veski. Það virðist sem Portúgalinn hafi ekki það fjármagn sem þarf til að uppfæra leikmannahópinn. Það segir ef til vill allt sem segja þarf að leikmaðurinn sem er hvað mest orðaður við Rauðu djöflanna er tvítugur Dani að nafni Patrick Dorgu. Sá spilar vinstri vængbakvörð fyrir Lecce á Ítalíu. Patrick Dorgu hefur spilað fjóra A-landsleiki fyrir Danmörku.EPA-EFE/Mattia Radoni Amorim þarf því að halda ró sinni þar sem leikmannahópur hans mun ekki taka stakkaskiptum á næstunni nema honum taksit að selja þeim mun fleiri leikmenn úr núverandi hópi. Það jákvæða er að Man Utd hefur eflaust ekki efni á að reka hann þó það gangi illa. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Síðan Rúben Amorim tók við sem þjálfari Man United hefur heldur betur gengið brösuglega. Eftir tap gegn Brighton & Hove Albion fyrir skemmstu tók þjálfarinn reiði sína út á sjónvarpi. Amorim hefur sjálfur sagt að það muni taka leikmenn liðsins tíma að venjast leikstíl hans og þá er ljóst að liðið þarf nokkra nýja leikmenn sem henta téðum leikstíl. Sem stendur virðist hins vegar sem liðið sé eingöngu að losa leikmenn, er það vegna slæmrar stöðu félagsins þegar kemur að FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Marcus Rashford er eins og allur knattspyrnuheimurinn veit til sölu, Antony er svo gott sem búinn að ganga frá lánskiptum til Real Betis og þá virðist Alejandro Garnacho vera falur fyrir rétt verð. The Athletic greinir frá að hirslur Man United séu engan veginn tómar en ekki sé um að ræða eigið fé heldur fjármagn frá Sir Jim Ratcliffe, minnihluta eiganda félagsins, sem er eyrnamerkt nýju æfingasvæði og svo skammtímalánum sem þarf á endanum að borga til baka. Í grein The Athletic um fjárhagsstöðu félagsins segir einnig að félagið eigi enn eftir að borga 319 milljónir punda (55 milljarða íslenskra króna) fyrir leikmenn sem það hefur nú þegar fest kaup á. Þar af eru 154 milljónir punda (27 milljarðar) sem þarf að greiða á þessu ári. Opið bréf forráðamanna félagsins til The 1958, einna af stuðningsmannasamtökum félagsins, staðfestir frétt The Athletic. Í bréfinu segir að félagið þurfi að taka erfiðar ákvarðanir eftir að hafa tapað alls 300 milljónum punda – 52 milljörðum íslenskra króna – á síðustu þremur árum. We are sure have all seen the news today.We will always be open and transparent with ourselves and everyone else. We will not hide behind any sense of entitlement. Our values, transparency and integrity will always be paramount to us and what guides us to protect generational… pic.twitter.com/QQn0SGFPBH— The 1958 (@The__1958) January 23, 2025 „Þeir eru að lifa Meistaradeildar-lífstíl á Evrópudeildar-innkomu,“ segir Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótboltafélaga, í viðtali við The Athletic. Það fer ekkert á milli mála að Man United hefur verið illa rekið síðan Glazier-fjölskyldan keypti félagið árið 2005. Þangað til hann hætti hélt Sir Alex Ferguson liðinu þó í hæstu hæðum ásamt hjálp David Gill sem var framkvæmdastjóri félagsins. Gill hætti á sama tíma og síðan þá hefur liðið aldrei náð sömu hæðum þrátt fyrir að eyða ótrúlegum upphæðum í leikmenn. Ef til vill er staðan í dag áfellisdómur á Erik ten Hag, þjálfara liðsins á undan Amorim, og þeim sem sáu um leikmannkaup liðsins þá enda fékk hann fjölmarga leikmenn til félagsins. Margir hverjir kostuðu alltof mikið miðað við það sem þeir hafa sýnt á vellinum. Tímabilið 2022-23 Nafn – Keyptur frá – Verð í milljónum evra Antony – Ajax – 95 Casemiro – Real Madríd – 70,65 Lisandro Martínez – Ajax – 57,5 Tyrell Malacia – Feyenoord – 15 Wout Weghorst – Burnley (á láni) – 3 Martin Dúbravka – Newcastle United (á láni) – 2,5 Christian Eriksen – Brentford – Frítt Marcel Sabitzer - Bayern München (á láni) – Frítt Jack Butland – Crystal Palace (á láni) – Frítt Tímabilið 2023-24 Rasmus Höjlund – Atlanta – 74 Mason Mount – Chelsea – 64 André Onana – Inter – 50 Sofyan Amrabat – Fiorentina (á láni) – 9 Altay Bayındır – Fenerbahçe – 5 Tímabilið 2024-25 Leny Yoro – Lille – 62 Manuel Ugarte – París Saint-Germain – 50 Matthijs de Ligt – Bayern – 45 Joshua Zirkzee – Bologna – 42,5 Noussair Mazroui – Bayern – 15 Eftir eyðsluna hér að ofan sem og aukinn kostnað við viðbætur á Old Trafford sem og Carrington-æfingasvæðinu, sem hefði fyrir lifandi löngu átt að vera búið að ráðsat í, situr Amorim með heldur tómlegt veski. Það virðist sem Portúgalinn hafi ekki það fjármagn sem þarf til að uppfæra leikmannahópinn. Það segir ef til vill allt sem segja þarf að leikmaðurinn sem er hvað mest orðaður við Rauðu djöflanna er tvítugur Dani að nafni Patrick Dorgu. Sá spilar vinstri vængbakvörð fyrir Lecce á Ítalíu. Patrick Dorgu hefur spilað fjóra A-landsleiki fyrir Danmörku.EPA-EFE/Mattia Radoni Amorim þarf því að halda ró sinni þar sem leikmannahópur hans mun ekki taka stakkaskiptum á næstunni nema honum taksit að selja þeim mun fleiri leikmenn úr núverandi hópi. Það jákvæða er að Man Utd hefur eflaust ekki efni á að reka hann þó það gangi illa.
Tímabilið 2022-23 Nafn – Keyptur frá – Verð í milljónum evra Antony – Ajax – 95 Casemiro – Real Madríd – 70,65 Lisandro Martínez – Ajax – 57,5 Tyrell Malacia – Feyenoord – 15 Wout Weghorst – Burnley (á láni) – 3 Martin Dúbravka – Newcastle United (á láni) – 2,5 Christian Eriksen – Brentford – Frítt Marcel Sabitzer - Bayern München (á láni) – Frítt Jack Butland – Crystal Palace (á láni) – Frítt Tímabilið 2023-24 Rasmus Höjlund – Atlanta – 74 Mason Mount – Chelsea – 64 André Onana – Inter – 50 Sofyan Amrabat – Fiorentina (á láni) – 9 Altay Bayındır – Fenerbahçe – 5 Tímabilið 2024-25 Leny Yoro – Lille – 62 Manuel Ugarte – París Saint-Germain – 50 Matthijs de Ligt – Bayern – 45 Joshua Zirkzee – Bologna – 42,5 Noussair Mazroui – Bayern – 15
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira