Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 10:02 Altay Bayindir fagnar eftir að hafa varið vítaspyrnu Kais Havertz. getty/James Gill Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. Þrátt fyrir að vera manni færri í klukkutíma hélt United jöfnu gegn Arsenal og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni. Bayindir varði eina spyrnu í vítakeppninni, frá Kai Havertz, og í venjulegum leiktíma varði hann víti fyrirliða Arsenal, Martins Ødegaard. „Lífið sem fótboltamaður kemur í bylgjum og augnablikum,“ sagði Amorim eftir leikinn í gær og vísaði til mistaka Bayindirs gegn Tottenham í desember. Þar fékk hann meðal annars á sig mark beint úr hornspyrnu. „Stundum getur líf þitt breyst á einni viku og þú sérð það með Altay. Gegn Tottenham voru allir að bíta sig í fingurna vegna hans, og ég skil það, og í dag var hann hetja okkar. Hann er góður strákur sem leggur hart að sér og lífið er fallegt. Allir leikmennirnir í liðinu fá tækifæri og eru lánsamir því þeir spila fyrir Manchester United. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar einn leik eða níutíu; það er alltaf gleði sem fylgir því að spila fyrir þetta félag.“ Bayindir kom til United frá Fenerbahce í september 2023. Hann hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Rauðu djöflana, alla í bikarkeppnum. Hinn 26 ár Bayindir hefur leikið tíu leiki fyrir tyrkneska landsliðið. Enski boltinn Tengdar fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Þrátt fyrir að vera manni færri í klukkutíma hélt United jöfnu gegn Arsenal og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni. Bayindir varði eina spyrnu í vítakeppninni, frá Kai Havertz, og í venjulegum leiktíma varði hann víti fyrirliða Arsenal, Martins Ødegaard. „Lífið sem fótboltamaður kemur í bylgjum og augnablikum,“ sagði Amorim eftir leikinn í gær og vísaði til mistaka Bayindirs gegn Tottenham í desember. Þar fékk hann meðal annars á sig mark beint úr hornspyrnu. „Stundum getur líf þitt breyst á einni viku og þú sérð það með Altay. Gegn Tottenham voru allir að bíta sig í fingurna vegna hans, og ég skil það, og í dag var hann hetja okkar. Hann er góður strákur sem leggur hart að sér og lífið er fallegt. Allir leikmennirnir í liðinu fá tækifæri og eru lánsamir því þeir spila fyrir Manchester United. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar einn leik eða níutíu; það er alltaf gleði sem fylgir því að spila fyrir þetta félag.“ Bayindir kom til United frá Fenerbahce í september 2023. Hann hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Rauðu djöflana, alla í bikarkeppnum. Hinn 26 ár Bayindir hefur leikið tíu leiki fyrir tyrkneska landsliðið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32
„Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32
„Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31