Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 16:29 Ísraelskir flugmenn á leið til árása í Jemen í morgun. Flugher Ísrael Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á Jemen. Eru þessar árásir sagðar viðbrögð við dróna- og eldflaugaárásum Húta á Ísrael á undanförnum vikum. Fyrr í vikunni vörpuðu Bandaríkjamenn sprengjum á skotmörk sem þeir segja í eigu Húta. Forsvarsmenn flughers Ísrael segja rúmlega tuttugu flugvélar hafa komið að árásunum. Þar á meðal orrustuþotur, eldsneytisflugvélar og eftirlitsvélar. Þeir segja um fimmtíu sprengjum hafa verið varpað á þrjú skotmörk. Eitt þeirra er orkuver nærri Sanaa, höfuðborg Jemen. Hin tvö skotmörkin eru hafnir sem Hútar stjórna á vesturströnd landsins. The IDF releases footage of Israeli Air Force F-16I fighter jets taking off from the Ramon Airbase in southern Israel for the strikes against the Iran-backed Houthis in Yemen earlier. pic.twitter.com/kvVgznwmdi— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 10, 2025 Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að orkuverið sé mikilvægt Hútum og að Ísraelar muni ekki hætta að verja Ísrael gegn utanaðkomandi árásum. Herinn segir einnig að þó Hútar séu sjálfstæðir reiði þeir á stuðning og fjármagn frá Íran til að gera árásir á Ísrael. Hútar hafa á undanförnu ári skotið þó nokkrum stýri- og skotflaugum að Ísrael og flogið sjálfsprengidrónum þangað. Það segjast þeir gera af samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni. Hópurinn, sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Ráðamenn í Ísrael hafa að undanförnu hótað Hútum umfangsmiklum árásum. Í yfirlýsingu sem birt var í dag sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að Hútar myndu gjalda fyrir árásir sínar á ísrael. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir Israel Katz, varnarmálaráðherra, að Ísraelar muni elta leiðtoga Húta uppi. Enginn þeirra sé óhultur. Jemen Ísrael Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Forsvarsmenn flughers Ísrael segja rúmlega tuttugu flugvélar hafa komið að árásunum. Þar á meðal orrustuþotur, eldsneytisflugvélar og eftirlitsvélar. Þeir segja um fimmtíu sprengjum hafa verið varpað á þrjú skotmörk. Eitt þeirra er orkuver nærri Sanaa, höfuðborg Jemen. Hin tvö skotmörkin eru hafnir sem Hútar stjórna á vesturströnd landsins. The IDF releases footage of Israeli Air Force F-16I fighter jets taking off from the Ramon Airbase in southern Israel for the strikes against the Iran-backed Houthis in Yemen earlier. pic.twitter.com/kvVgznwmdi— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 10, 2025 Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að orkuverið sé mikilvægt Hútum og að Ísraelar muni ekki hætta að verja Ísrael gegn utanaðkomandi árásum. Herinn segir einnig að þó Hútar séu sjálfstæðir reiði þeir á stuðning og fjármagn frá Íran til að gera árásir á Ísrael. Hútar hafa á undanförnu ári skotið þó nokkrum stýri- og skotflaugum að Ísrael og flogið sjálfsprengidrónum þangað. Það segjast þeir gera af samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni. Hópurinn, sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Ráðamenn í Ísrael hafa að undanförnu hótað Hútum umfangsmiklum árásum. Í yfirlýsingu sem birt var í dag sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að Hútar myndu gjalda fyrir árásir sínar á ísrael. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir Israel Katz, varnarmálaráðherra, að Ísraelar muni elta leiðtoga Húta uppi. Enginn þeirra sé óhultur.
Jemen Ísrael Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38