„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 10:52 Þessi mynd er meðal þess myndefnis frá Kúrsk sem hefur verið í drefiingu undanfarna daga og er hún sögð sýna hermann frá Norður-Kóreu. Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024 Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024
Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18