Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 13:31 Vladimír Pútín og Kim Jong Un þegar þeir skrifuðu undir varnarsáttmála í sumar. AP/Kristina Kormilitsyna Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. Rússland og Norður-Kórea hafa aukið samstarf þeirra á sviði varnarmála og hafa Norðurkóreumenn sent Rússum umfangsmikið magn hergagna, skotfæra og stórskotaliðsvopna. Ráðamenn í Suður-Kóreu staðfestu í vikunni að stórskotaliðsvopn hefðu verið flutt til Rússland og líklega hefðu hermenn fylgt þeim, sem hefðu það verkefni að kenna rússneskum hermönnum á þau. Áður höfðu myndir af þessum vopnakerfum á lestum verið birtar á samfélagsmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Næstu mánuðir skipta sköpum Í nýlegu viðtalið í Suður-Kóreu sagði Shin Won Sik, áðurnefndur þjóðaröryggisráðherra, að talið væri að auk bættra loftvarna og gervihnattatækni sé talið að Norður-Kórea hafi einnig fengið efnahagsaðstoð frá Rússlandi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja forsvarsmenn leyniþjónusta Suður-Kóreu að hermenn frá Norður-Kóreu hafi verið tengdir fallhlífarhermönnum og landgönguliðum í Rússlandi og að þeir hafi þegar tekið þátt í bardögum við úkraínska hermenn. Shin Won Sik, þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu.AP/Shin Hyun Woo Herforingi sagður hafa særst í Kúrsk Vestrænir embættismenn segja að herforingi frá Norður-Kóreu hafi særst í árás Úkraínumanna á stjórnstöð rússneska hersins í Kúrskhéraði í Rússlandi á dögunum. Notast var við breskar Storm Shadow stýriflaugar til árásarinnar. Sérfræðingar hafa haft áhyggjur af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni fá aðstoð frá Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, við þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn langar leiðir. Sjá einnig: Ný flaug flaug lengra en áður Í samtali við AP fréttaveituna segir einn sérfræðingur frá Suður-Kóreu að líklega hafi Rússar sent S-400 loftvarnarkerfi, flugskeyti og ratsjár til Norður-Kóreu. Það er talið eitt af háþróuðustu loftvarnarkerfum Rússlands en áðurnefndur sérfræðingur segir óljóst hve mikið slík kerfi geta styrkt loftvarnir Norður-Kóreu. Þau hafi til að mynda reynst illa gegn drónaárásum Úkraínumanna. Talið er að í heildina þurfi loftvarnarkerfi Norður-Kóreu umtalsverða nútímavæðingu. Þau kerfi sem Kim á nú þegar eru orðin verulega gömul og sérfræðingar segja erfitt fyrir Norðurkóreumenn eina að gera umtalsverðar breytingar þar á. Auka samvinnu í efnahagsmálum Nýleg rannsókn bresku samtakanna Open Source Centre og BBC gefur til kynna að Norður-Kórea sé líklega að flytja inn töluvert meira en eina milljón tunna af olíu frá Rússlandi á þessu ári. Olíuflutningaskipum hefur verið siglt til Vostochny í Rússlandi oftar en fjörutíu sinnum frá því í mars, samkvæmt gervihnattarmyndum og öðrum gögnum sem þeir sem að rannsókninni komu fóru yfir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar samþykktu á sínum tíma, mega Norðurkóreumenn ekki flytja inn meira en hálfa milljón tunna af olíu á ári. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu frá því á dögunum að erindrekar frá Rússlandi og Norður-Kóreu hefðu komist að samkomulagi um aukinni samvinnu í efnahagsmálum. Alexandr Kozlov, ráðherra auðlinda og umhverfis í Rússlandi, ferðaðist síðasta sunnudag til Norður-Kóreu og fundaði þar með Kim og öðrum ráðamönnum. Í sömu flugvél voru rúmlega sjötíu dýr úr dýragörðum í Rússlandi sem Pútín gaf sem gjöf til dýragarðs Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum Rússlands að Kozlov og norðurkóresku ráðamennirnir hafi meðal annars komist að samkomulagi um að fjölga flugferðum milli ríkjanna til að ýta undir ferðamennsku í Norður-Kóreu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Dýr Tengdar fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Rússland og Norður-Kórea hafa aukið samstarf þeirra á sviði varnarmála og hafa Norðurkóreumenn sent Rússum umfangsmikið magn hergagna, skotfæra og stórskotaliðsvopna. Ráðamenn í Suður-Kóreu staðfestu í vikunni að stórskotaliðsvopn hefðu verið flutt til Rússland og líklega hefðu hermenn fylgt þeim, sem hefðu það verkefni að kenna rússneskum hermönnum á þau. Áður höfðu myndir af þessum vopnakerfum á lestum verið birtar á samfélagsmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Næstu mánuðir skipta sköpum Í nýlegu viðtalið í Suður-Kóreu sagði Shin Won Sik, áðurnefndur þjóðaröryggisráðherra, að talið væri að auk bættra loftvarna og gervihnattatækni sé talið að Norður-Kórea hafi einnig fengið efnahagsaðstoð frá Rússlandi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja forsvarsmenn leyniþjónusta Suður-Kóreu að hermenn frá Norður-Kóreu hafi verið tengdir fallhlífarhermönnum og landgönguliðum í Rússlandi og að þeir hafi þegar tekið þátt í bardögum við úkraínska hermenn. Shin Won Sik, þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu.AP/Shin Hyun Woo Herforingi sagður hafa særst í Kúrsk Vestrænir embættismenn segja að herforingi frá Norður-Kóreu hafi særst í árás Úkraínumanna á stjórnstöð rússneska hersins í Kúrskhéraði í Rússlandi á dögunum. Notast var við breskar Storm Shadow stýriflaugar til árásarinnar. Sérfræðingar hafa haft áhyggjur af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni fá aðstoð frá Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, við þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn langar leiðir. Sjá einnig: Ný flaug flaug lengra en áður Í samtali við AP fréttaveituna segir einn sérfræðingur frá Suður-Kóreu að líklega hafi Rússar sent S-400 loftvarnarkerfi, flugskeyti og ratsjár til Norður-Kóreu. Það er talið eitt af háþróuðustu loftvarnarkerfum Rússlands en áðurnefndur sérfræðingur segir óljóst hve mikið slík kerfi geta styrkt loftvarnir Norður-Kóreu. Þau hafi til að mynda reynst illa gegn drónaárásum Úkraínumanna. Talið er að í heildina þurfi loftvarnarkerfi Norður-Kóreu umtalsverða nútímavæðingu. Þau kerfi sem Kim á nú þegar eru orðin verulega gömul og sérfræðingar segja erfitt fyrir Norðurkóreumenn eina að gera umtalsverðar breytingar þar á. Auka samvinnu í efnahagsmálum Nýleg rannsókn bresku samtakanna Open Source Centre og BBC gefur til kynna að Norður-Kórea sé líklega að flytja inn töluvert meira en eina milljón tunna af olíu frá Rússlandi á þessu ári. Olíuflutningaskipum hefur verið siglt til Vostochny í Rússlandi oftar en fjörutíu sinnum frá því í mars, samkvæmt gervihnattarmyndum og öðrum gögnum sem þeir sem að rannsókninni komu fóru yfir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar samþykktu á sínum tíma, mega Norðurkóreumenn ekki flytja inn meira en hálfa milljón tunna af olíu á ári. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu frá því á dögunum að erindrekar frá Rússlandi og Norður-Kóreu hefðu komist að samkomulagi um aukinni samvinnu í efnahagsmálum. Alexandr Kozlov, ráðherra auðlinda og umhverfis í Rússlandi, ferðaðist síðasta sunnudag til Norður-Kóreu og fundaði þar með Kim og öðrum ráðamönnum. Í sömu flugvél voru rúmlega sjötíu dýr úr dýragörðum í Rússlandi sem Pútín gaf sem gjöf til dýragarðs Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum Rússlands að Kozlov og norðurkóresku ráðamennirnir hafi meðal annars komist að samkomulagi um að fjölga flugferðum milli ríkjanna til að ýta undir ferðamennsku í Norður-Kóreu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Dýr Tengdar fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48
Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22