Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2024 07:13 Spáð er hita í kringum frostmark um hádegi. Vísir/Vilhelm Kalt loft barst úr norðvestri yfir landið og það snjóaði í mörgum landshlutum í gær. Það létti svo til og lægði og þá getur frostið náð sér á strik og mældist þannig 15 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, 13,4 stiga frost á Mývatnsöræfum og 13,2 stiga frost við Dettifoss. Á vef Veðurstofunnar segir að útlit sé fyrir nokkuð rólegt veður og að það verði kalt í dag. Er spáð hita í kringum frostmark yfir hádaginn. „Í kvöld nálgast smálægð sunnanvert landið og undir miðnætti verður kominn austan strekkingur eða jafnvel allhvass vindur með suðurströndinni með snjókomu eða slyddu. Á morgun gera spár ráð fyrir að megin þunginn í úrkomusvæði þessarar lægðar fari framhjá landinu. Því má gera ráð fyrir hægum vindi á morgun með bjartviðri um landið norðan- og vestanvert og hita kringum frostmark. Lítilsháttar rigning eða slydda sunnan- og austanlands með hita 1 til 6 stig. Á sunnudag er síðan útlit fyrir breytingar í veðurlagi. Þá gengur í ákveðna sunnanátt með rigningu og súld, en lengst af úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Það hlýnar í veðri og hiti seinnipartinn á sunnudag á bilinu 6 til 12 stig, hlýjast í hnjúkaþey fyrir norðan. Þessi sunnanátt á síðan að standa áfram á mánudag og þriðjudag með litlum breytingum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjartviðri um landið norðan- og vestanvert, hiti kringum frostmark. Lítilsháttar rigning eða slydda sunnan- og austanlands með hita 1 til 6 stig. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti yfirleitt á bilinu 6 til 12 stig. Á miðvikudag: Stíf suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast á Austurlandi. Á fimmtudag: Breytileg vindátt, rigning eða slydda í flestum landshlutum og hiti 1 til 5 stig. Veður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að útlit sé fyrir nokkuð rólegt veður og að það verði kalt í dag. Er spáð hita í kringum frostmark yfir hádaginn. „Í kvöld nálgast smálægð sunnanvert landið og undir miðnætti verður kominn austan strekkingur eða jafnvel allhvass vindur með suðurströndinni með snjókomu eða slyddu. Á morgun gera spár ráð fyrir að megin þunginn í úrkomusvæði þessarar lægðar fari framhjá landinu. Því má gera ráð fyrir hægum vindi á morgun með bjartviðri um landið norðan- og vestanvert og hita kringum frostmark. Lítilsháttar rigning eða slydda sunnan- og austanlands með hita 1 til 6 stig. Á sunnudag er síðan útlit fyrir breytingar í veðurlagi. Þá gengur í ákveðna sunnanátt með rigningu og súld, en lengst af úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Það hlýnar í veðri og hiti seinnipartinn á sunnudag á bilinu 6 til 12 stig, hlýjast í hnjúkaþey fyrir norðan. Þessi sunnanátt á síðan að standa áfram á mánudag og þriðjudag með litlum breytingum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjartviðri um landið norðan- og vestanvert, hiti kringum frostmark. Lítilsháttar rigning eða slydda sunnan- og austanlands með hita 1 til 6 stig. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti yfirleitt á bilinu 6 til 12 stig. Á miðvikudag: Stíf suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast á Austurlandi. Á fimmtudag: Breytileg vindátt, rigning eða slydda í flestum landshlutum og hiti 1 til 5 stig.
Veður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Sjá meira