Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 15:47 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Nemonov Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að þessu aukna samstarfi væri ætlað að stuðla að friði, bæði á heimaslóðum þessara ríkja og á heimsvísu, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ráðherrann sagði að verið væri að undirbúa samkomulagið og líklega yrði skrifað undir það í náinni framtíð. Fregnir hafa borist af því að Masoud Pezeshkian, forseti Íran, stefni á að ferðast til Rússlands fyrir árslok. Sjá einnig: Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa þeir fengið mikið magn hergagna frá Íran og þá aðallega Shahed-sjálfsprengidróna. Íranar hafa einnig verið sakaðir um að senda skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem hafa verið notaðar í Úkraínu. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en samskipti Rússlands við bæði Norður-Kóreu og Íran hafa aukist á undanförnum árum. Öll ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum af Vesturlöndum í gegnum árin vegna eldflaugaáætlana og kjarnorkuþróunar og í tilfelli bæði Norður-Kóreu og Íran af Rússlandi einnig. Kim er sagður hafa sent rúmlega tíu þúsund hermenn til Rússlands en fregnir hafa borist af því að þeim sé ætlað að aðstoða Rússa við innrásina í Úkraínu og við að hrekja úkraínska hermenn frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Norður-Kórea Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að þessu aukna samstarfi væri ætlað að stuðla að friði, bæði á heimaslóðum þessara ríkja og á heimsvísu, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ráðherrann sagði að verið væri að undirbúa samkomulagið og líklega yrði skrifað undir það í náinni framtíð. Fregnir hafa borist af því að Masoud Pezeshkian, forseti Íran, stefni á að ferðast til Rússlands fyrir árslok. Sjá einnig: Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa þeir fengið mikið magn hergagna frá Íran og þá aðallega Shahed-sjálfsprengidróna. Íranar hafa einnig verið sakaðir um að senda skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem hafa verið notaðar í Úkraínu. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en samskipti Rússlands við bæði Norður-Kóreu og Íran hafa aukist á undanförnum árum. Öll ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum af Vesturlöndum í gegnum árin vegna eldflaugaáætlana og kjarnorkuþróunar og í tilfelli bæði Norður-Kóreu og Íran af Rússlandi einnig. Kim er sagður hafa sent rúmlega tíu þúsund hermenn til Rússlands en fregnir hafa borist af því að þeim sé ætlað að aðstoða Rússa við innrásina í Úkraínu og við að hrekja úkraínska hermenn frá Kúrsk-héraði í Rússlandi.
Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Norður-Kórea Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent