Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2024 11:38 Kim Jong Un með hermönnum sínum í Norður-Kóreu. AP/KCNA Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. Í frétt Reuters er vísað í yfirlýsingu frá embætti forseta Suður-Kóreu um að slíkar vendingar gætu ógnað öryggi ríkisins verulega. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa gefið í skyn að til greina komi að senda Úkraínumönnum hergögn og vopn en það hefur ekki verið gert hingað til. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims. Yonhap fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Suður-Kóreu að þar sé talið að búið sé að senda að minnsta kosti ellefu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu til Rússlands. Einhverjir þeirra hafi þegar verið sendir að víglínunum. Talið er að um unga menn sé að ræða og þykir líklegt að tiltölulega stutt sé síðan þeir hófu herkvaðningu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Ráðamenn í Bandaríkjunum segja líklegt að norðurkóresku hermennirnir verði notaðir sem fótgöngulið og að þeir muni að öllum líkindum byrja að berjast við Úkraínumenn í Kúrsk á næstu vikum. Þeir eru sagðir klæðast rússneskum herbúningum og búnir rússneskum vopnum. Sjaldgæft tækifæri til að öðlast peninga Fyrrverandi hermenn frá Norður-Kóreu segja líklegt að hermennirnir séu stoltir yfir því að hafa verið sendir til Rússlands og líti á þetta sem sjaldgæft tækifæri til að öðlast peninga. Samkvæmt AP fréttaveitunni gætu fjölskyldur mannanna í Norður-Kóreu hagnast á þjónustu þeirra. „Þeir eru of ungir og munu ekki skilja nákvæmlega hvað þetta þýðir. Þeir líta bara á það sem heiður að vera valdir úr hópi fjölda hermanna og sendir til Rússlands,“ sagði Lee Woong Gil, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2007 en þar áður var hann í sömu sérsveit og hermennirnir sem nú eru í Rússlandi. Hann sagðist þar að auki nokkuð viss um að margir hermannanna muni ekki snúa aftur til Norður-Kóreu. Lee þjónaði í sérsveitinni frá 1998 til 2003. Hann segir sveitina hafa fengið betri mat og frekari byrgðir en aðrar sveitir en þrátt fyrir það hafi margir meðlimir hennar þjáðst af vannæringu og berklum. Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, lýsti hermönnunum norðurkóresku í samtali við þingmenn í síðustu viku sem „fallbyssufóðri“. Sakaði hann Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að selja her sinn sem málaliða til notkunar í ólöglegu innrásarstríði. Annar fyrrverandi hermaður frá Norður-Kóreu sagði í samtali við AP að margir ungir menn myndu stökkva á tækifærið til að ferðast til annars lands og mögulega eignast meiri peninga en í boði væri fyrir þá heima. Þeir myndu líta á þetta sem einstakt tækifæri. Þar að auki séu margir sem gætu litið á þetta sem tækifæri til að gefast upp og biðja um að verða sendir til Suður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að senda hóp manna til Úkraínu sem ætlað er að yfirheyra norðurkóreska hermenn sem enda í höndum Úkraínumanna. Utanríkisráðherra í Rússlandi Utanríkisráðherra Norður-Kóreu ferðaðist í gær til Rússlands. Samkvæmt frétt Tass fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, mun Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, funda með Sergei Lavrov, kollega sínum. Er það sagt í samræmi við varnarsamkomulag sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, skrifuðu undir í sumar. Ráðamenn í Rússlandi sögðu í fyrstu að fregnir af norðurkóreskum hermönnum í Rússlandi væru rangar. Seinna meir hættu þeir að þræta fyrir þá en staðfestu flutningana ekki. Á föstudaginn sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, svo að það kæmi engum öðrum við hvort Rússar notuðu hermenn frá Norður-Kóreu eða ekki. Suður-Kórea Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02 Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29 Mest lesið Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Veður Fleiri fréttir Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Sjá meira
Í frétt Reuters er vísað í yfirlýsingu frá embætti forseta Suður-Kóreu um að slíkar vendingar gætu ógnað öryggi ríkisins verulega. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa gefið í skyn að til greina komi að senda Úkraínumönnum hergögn og vopn en það hefur ekki verið gert hingað til. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims. Yonhap fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Suður-Kóreu að þar sé talið að búið sé að senda að minnsta kosti ellefu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu til Rússlands. Einhverjir þeirra hafi þegar verið sendir að víglínunum. Talið er að um unga menn sé að ræða og þykir líklegt að tiltölulega stutt sé síðan þeir hófu herkvaðningu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Ráðamenn í Bandaríkjunum segja líklegt að norðurkóresku hermennirnir verði notaðir sem fótgöngulið og að þeir muni að öllum líkindum byrja að berjast við Úkraínumenn í Kúrsk á næstu vikum. Þeir eru sagðir klæðast rússneskum herbúningum og búnir rússneskum vopnum. Sjaldgæft tækifæri til að öðlast peninga Fyrrverandi hermenn frá Norður-Kóreu segja líklegt að hermennirnir séu stoltir yfir því að hafa verið sendir til Rússlands og líti á þetta sem sjaldgæft tækifæri til að öðlast peninga. Samkvæmt AP fréttaveitunni gætu fjölskyldur mannanna í Norður-Kóreu hagnast á þjónustu þeirra. „Þeir eru of ungir og munu ekki skilja nákvæmlega hvað þetta þýðir. Þeir líta bara á það sem heiður að vera valdir úr hópi fjölda hermanna og sendir til Rússlands,“ sagði Lee Woong Gil, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2007 en þar áður var hann í sömu sérsveit og hermennirnir sem nú eru í Rússlandi. Hann sagðist þar að auki nokkuð viss um að margir hermannanna muni ekki snúa aftur til Norður-Kóreu. Lee þjónaði í sérsveitinni frá 1998 til 2003. Hann segir sveitina hafa fengið betri mat og frekari byrgðir en aðrar sveitir en þrátt fyrir það hafi margir meðlimir hennar þjáðst af vannæringu og berklum. Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, lýsti hermönnunum norðurkóresku í samtali við þingmenn í síðustu viku sem „fallbyssufóðri“. Sakaði hann Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að selja her sinn sem málaliða til notkunar í ólöglegu innrásarstríði. Annar fyrrverandi hermaður frá Norður-Kóreu sagði í samtali við AP að margir ungir menn myndu stökkva á tækifærið til að ferðast til annars lands og mögulega eignast meiri peninga en í boði væri fyrir þá heima. Þeir myndu líta á þetta sem einstakt tækifæri. Þar að auki séu margir sem gætu litið á þetta sem tækifæri til að gefast upp og biðja um að verða sendir til Suður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að senda hóp manna til Úkraínu sem ætlað er að yfirheyra norðurkóreska hermenn sem enda í höndum Úkraínumanna. Utanríkisráðherra í Rússlandi Utanríkisráðherra Norður-Kóreu ferðaðist í gær til Rússlands. Samkvæmt frétt Tass fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, mun Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, funda með Sergei Lavrov, kollega sínum. Er það sagt í samræmi við varnarsamkomulag sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, skrifuðu undir í sumar. Ráðamenn í Rússlandi sögðu í fyrstu að fregnir af norðurkóreskum hermönnum í Rússlandi væru rangar. Seinna meir hættu þeir að þræta fyrir þá en staðfestu flutningana ekki. Á föstudaginn sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, svo að það kæmi engum öðrum við hvort Rússar notuðu hermenn frá Norður-Kóreu eða ekki.
Suður-Kórea Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02 Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29 Mest lesið Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Veður Fleiri fréttir Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Sjá meira
„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58
Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02
Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29