Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 15:47 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Nemonov Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að þessu aukna samstarfi væri ætlað að stuðla að friði, bæði á heimaslóðum þessara ríkja og á heimsvísu, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ráðherrann sagði að verið væri að undirbúa samkomulagið og líklega yrði skrifað undir það í náinni framtíð. Fregnir hafa borist af því að Masoud Pezeshkian, forseti Íran, stefni á að ferðast til Rússlands fyrir árslok. Sjá einnig: Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa þeir fengið mikið magn hergagna frá Íran og þá aðallega Shahed-sjálfsprengidróna. Íranar hafa einnig verið sakaðir um að senda skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem hafa verið notaðar í Úkraínu. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en samskipti Rússlands við bæði Norður-Kóreu og Íran hafa aukist á undanförnum árum. Öll ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum af Vesturlöndum í gegnum árin vegna eldflaugaáætlana og kjarnorkuþróunar og í tilfelli bæði Norður-Kóreu og Íran af Rússlandi einnig. Kim er sagður hafa sent rúmlega tíu þúsund hermenn til Rússlands en fregnir hafa borist af því að þeim sé ætlað að aðstoða Rússa við innrásina í Úkraínu og við að hrekja úkraínska hermenn frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Norður-Kórea Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að þessu aukna samstarfi væri ætlað að stuðla að friði, bæði á heimaslóðum þessara ríkja og á heimsvísu, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ráðherrann sagði að verið væri að undirbúa samkomulagið og líklega yrði skrifað undir það í náinni framtíð. Fregnir hafa borist af því að Masoud Pezeshkian, forseti Íran, stefni á að ferðast til Rússlands fyrir árslok. Sjá einnig: Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa þeir fengið mikið magn hergagna frá Íran og þá aðallega Shahed-sjálfsprengidróna. Íranar hafa einnig verið sakaðir um að senda skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem hafa verið notaðar í Úkraínu. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en samskipti Rússlands við bæði Norður-Kóreu og Íran hafa aukist á undanförnum árum. Öll ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum af Vesturlöndum í gegnum árin vegna eldflaugaáætlana og kjarnorkuþróunar og í tilfelli bæði Norður-Kóreu og Íran af Rússlandi einnig. Kim er sagður hafa sent rúmlega tíu þúsund hermenn til Rússlands en fregnir hafa borist af því að þeim sé ætlað að aðstoða Rússa við innrásina í Úkraínu og við að hrekja úkraínska hermenn frá Kúrsk-héraði í Rússlandi.
Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Norður-Kórea Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira