Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 16:31 Ásta Eir Árnadóttir hefur sjaldan verið eins spennt. Vísir/Vilhelm „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. „Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport. Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira