Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 16:31 Ásta Eir Árnadóttir hefur sjaldan verið eins spennt. Vísir/Vilhelm „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. „Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport. Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira