Verður áhorfendametið slegið á morgun? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 11:36 Úr einum fjölsóttasta leik í efstu deild kvenna á Íslandi, leik Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli haustið 2019. vísir/daníel Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. Eftir því sem næst verður komist er áhorfendametið í efstu deild kvenna á Íslandi 1.206 manns. Það var sett á leik Breiðabliks og Vals í næstsíðustu umferðinni 2019. Leikir Vals og Breiðabliks hafa ráðið miklu um það hvar Íslandsmeistaratitilinn hefur endað síðustu ár en liðin hafa ekki mæst í hreinum úrslitaleik eins og á morgun. Félögin leggja mikið upp úr því að fá fólk til að mæta á leikinn á morgun og verður dagskráin fyrir hann vegleg. Klukkan 15:00 hefst fjölskylduhátíð á Hlíðarenda þar sem verður boðið upp á alls konar húllumhæ og veitingar. Frítt er á völlinn fyrir sextán ára og yngri. Valur og Breiðablik hafa mæst þrisvar sinnum í sumar. Í fyrri deildarleiknum á Kópavogsvelli mættu aðeins 112 manns en á þann seinni á Hlíðarenda 821. Liðin mættust svo í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem 1.451 var viðstaddur. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:45. Uppfært kl. 13:00 Eftir ábendingu frá lesenda og nánari skoðun er áhorfendametið í efstu deild líklega 1.372 manns sem mættu á leik Þórs/KA og FH í lokaumferðinni 2017. Áhorfendatölur eru ekki skráðar í leikskýrslu á vef KSÍ en samkvæmt mbl.is voru 1.372 manns á leiknum. Besta deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist er áhorfendametið í efstu deild kvenna á Íslandi 1.206 manns. Það var sett á leik Breiðabliks og Vals í næstsíðustu umferðinni 2019. Leikir Vals og Breiðabliks hafa ráðið miklu um það hvar Íslandsmeistaratitilinn hefur endað síðustu ár en liðin hafa ekki mæst í hreinum úrslitaleik eins og á morgun. Félögin leggja mikið upp úr því að fá fólk til að mæta á leikinn á morgun og verður dagskráin fyrir hann vegleg. Klukkan 15:00 hefst fjölskylduhátíð á Hlíðarenda þar sem verður boðið upp á alls konar húllumhæ og veitingar. Frítt er á völlinn fyrir sextán ára og yngri. Valur og Breiðablik hafa mæst þrisvar sinnum í sumar. Í fyrri deildarleiknum á Kópavogsvelli mættu aðeins 112 manns en á þann seinni á Hlíðarenda 821. Liðin mættust svo í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem 1.451 var viðstaddur. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:45. Uppfært kl. 13:00 Eftir ábendingu frá lesenda og nánari skoðun er áhorfendametið í efstu deild líklega 1.372 manns sem mættu á leik Þórs/KA og FH í lokaumferðinni 2017. Áhorfendatölur eru ekki skráðar í leikskýrslu á vef KSÍ en samkvæmt mbl.is voru 1.372 manns á leiknum.
Besta deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31