Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2024 19:29 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að árásir Írana í gær gætu verið vendipunktur í stigmögnun í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/Ívar/Getty Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“ Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“
Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira