Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 10:25 Ísraelsmenn berjast nú á mörgum vígstöðvum en auk þess að hafa mikinn viðbúnað við landamærin að Líbanon, berjast þeir enn við Hamas á Gaza og undirbúa hefndaraðgerðir gegn Íran. Getty/Erik Marmor Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. Stjórnvöld í Ísrael eru sögð eiga í samráði við Bandaríkjamenn um viðbrögðin, þar sem þau gætu kallað á aðra árás af hálfu Írana og inngrip Bandaríkjanna og bandamanna til að verjast slíkri árás. Samkvæmt Guardian hafa greinendur ekki útilokað þann möguleika að Ísrael muni grípa til aðgerða gegn kjarnorkuinnviðum Írana en yfirvöldum í Bandaríkjunum mun þykja sá kostur síður fýsilegur þar sem hann myndi stórauka hættuna á enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu. „Þessi árás mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og við munum vinna með Ísrael til að láta það raungerast,“ sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, í gær. Benjamin Netanyahu er sagður hafa boðað til öryggisráðsfundar í gærkvöldi til að ræða möguleg viðbrögð en samkvæmt Axios var ekkert ákveðið hvað það varðar vegna þarfarinnar á samráði við Bandaríkjamenn. Opinberlega hét forsætisráðherrann hins vegar hefndum. Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Repúblikaninn Lindsey Graham, hafa kallað eftir árásum á olíuhreinsistöðvar Írana. Greint hefur verið frá átökum milli innrásarhers Ísrael og Hezbollah-liða í suðurhluta Líbanon í dag og þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt að um 100 eldflaugum hafi verið skotið í átt að norðurhluta Ísrael frá Líbanon það sem af er degi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael eru sögð eiga í samráði við Bandaríkjamenn um viðbrögðin, þar sem þau gætu kallað á aðra árás af hálfu Írana og inngrip Bandaríkjanna og bandamanna til að verjast slíkri árás. Samkvæmt Guardian hafa greinendur ekki útilokað þann möguleika að Ísrael muni grípa til aðgerða gegn kjarnorkuinnviðum Írana en yfirvöldum í Bandaríkjunum mun þykja sá kostur síður fýsilegur þar sem hann myndi stórauka hættuna á enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu. „Þessi árás mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og við munum vinna með Ísrael til að láta það raungerast,“ sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, í gær. Benjamin Netanyahu er sagður hafa boðað til öryggisráðsfundar í gærkvöldi til að ræða möguleg viðbrögð en samkvæmt Axios var ekkert ákveðið hvað það varðar vegna þarfarinnar á samráði við Bandaríkjamenn. Opinberlega hét forsætisráðherrann hins vegar hefndum. Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Repúblikaninn Lindsey Graham, hafa kallað eftir árásum á olíuhreinsistöðvar Írana. Greint hefur verið frá átökum milli innrásarhers Ísrael og Hezbollah-liða í suðurhluta Líbanon í dag og þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt að um 100 eldflaugum hafi verið skotið í átt að norðurhluta Ísrael frá Líbanon það sem af er degi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira