Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 23:30 Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir Gary Martin segist aldrei munu firra sig ábyrgð frá því sem átti sér stað árið 2021, þegar að hann sem leikmaður ÍBV sýndi af sér athæfi sem varð til þess að hann var rekinn frá félaginu. Gary hafði á þeim tíma verið á mála hjá ÍBV síðan árið 2019 þegar að hann gekk til liðs við félagið frá Val. Gary var á þriggja ára samningi hjá ÍBV en árið 2021 var hann kærður af liðsfélaga sínum fyrir að hafa tekið nektarmynd af honum og deilt í lokaða spjallrás leikmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en í kjölfar atviksins rifti ÍBV samningi sínum við Englendinginn sem gaf á sínum tíma út þá skýringu á athæfi sínu að hann hafi verið að reyna vera fyndinn. Þrjú ár hafa nú liðið síðan þá og iðrast Gary sem er að kveðja íslenska boltann, að minnsta kosti í bili, gjörða sinna. Hann segist aldrei hafa átt að gera það sem að hann gerði. „Það var algjörlega mér að kenna. Svona er ég bara,“ segir Gary í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hafði sjálfur lent í svipuðu áður en við bregðumst öll mismunandi við svona. Mín upplifun af því að lenda sjálfur í þessu á sínum tíma þýðir ekki að það sé allt í lagi að sýna af sér svona athæfi gagnvart öðrum. Þetta var klárlega rangt af mér. Hefði aldrei átt að gera þetta. En þetta er búið og gert. Ég tók út mína refsingu og svo heldur lífið áfram. Ég mun hins vegar aldrei forðast ábyrgð í þessu máli. Ég hefði aldrei átt að gera þetta.“ Klippa: Gary Martin iðrast gjörða sinna Íslenski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01 Mest lesið Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í pílukastinu Sport „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti Atalanta á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Sjá meira
Gary hafði á þeim tíma verið á mála hjá ÍBV síðan árið 2019 þegar að hann gekk til liðs við félagið frá Val. Gary var á þriggja ára samningi hjá ÍBV en árið 2021 var hann kærður af liðsfélaga sínum fyrir að hafa tekið nektarmynd af honum og deilt í lokaða spjallrás leikmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en í kjölfar atviksins rifti ÍBV samningi sínum við Englendinginn sem gaf á sínum tíma út þá skýringu á athæfi sínu að hann hafi verið að reyna vera fyndinn. Þrjú ár hafa nú liðið síðan þá og iðrast Gary sem er að kveðja íslenska boltann, að minnsta kosti í bili, gjörða sinna. Hann segist aldrei hafa átt að gera það sem að hann gerði. „Það var algjörlega mér að kenna. Svona er ég bara,“ segir Gary í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hafði sjálfur lent í svipuðu áður en við bregðumst öll mismunandi við svona. Mín upplifun af því að lenda sjálfur í þessu á sínum tíma þýðir ekki að það sé allt í lagi að sýna af sér svona athæfi gagnvart öðrum. Þetta var klárlega rangt af mér. Hefði aldrei átt að gera þetta. En þetta er búið og gert. Ég tók út mína refsingu og svo heldur lífið áfram. Ég mun hins vegar aldrei forðast ábyrgð í þessu máli. Ég hefði aldrei átt að gera þetta.“ Klippa: Gary Martin iðrast gjörða sinna
Íslenski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01 Mest lesið Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í pílukastinu Sport „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti Atalanta á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Sjá meira
„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02
Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01