„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 08:02 Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. Gary kom hingað til lands árið 2010 sem nítján ára strákur frá Darlington á Englandi með stóra drauma um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Gary reynslunni ríkari eftir tíma sinn hjá liðum á borð við ÍA, KR, Val og ÍBV. „Ég tók þetta bara ár frá ári,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar ég var yngri var ég mjög metnaðarfullur. Vildi byrja á Íslandi en fara svo lengra og hærra á mínum ferli. Það gekk ekki eins hratt fyrir sig og ég hefði viljað en ég náði þó þangað á endanum. En því meiri tíma sem ég varði hér á Íslandi því meira leið mér eins og ég ætti heima hérna. Ég naut þess að vera hér. Var ekkert að flýta mér að komast héðan. Fjórtán ár hafa liðið hratt hjá.“ Hvernig leist þér á það á sínum tíma að koma hingað til lands til þess að spila fótbolta? „Ég þekkti ekkert annað en fótbolta. Þetta var í raun eina tilboðið sem ég var með á borðinu. Það var annað hvort að koma hingað til lands eða reyna fyrir mér í neðri deildum Englands. Mér stóð til boða að koma hingað á sex vikna samningi og ég er þannig úr garði gerður að vera til í að stökkva á slík ævintýri. Það myndi ekki saka að prófa. Gary Martin mætti til Íslands og lét til sín taka með liði Skagamanna. Átti stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Eftir það lá leiðin bara upp á við.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Ég stökk því á þetta og komst fljótt að því að íslenski boltinn hentaði mér mjög vel. Mér gekk vel og ég hafði það markmið eitt að sýna öllum hversu góður ég væri í fótbolta. Mér fannst ég þurfa að sanna mig eftir að hafa verið látinn fara frá Middlesborough því mér fannst ég ekki eiga það skilið að hafa verið látinn fara. Ég horfði á skrefið til Íslands sem síðasta tækifærið mitt til þess að láta eitthvað verða úr ferlinum“ Er enginn Valsari Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna sem leikmaður liðs í efstu deild. Hann gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn árið 2013 með tvennu gegn erkifjendunum í Val á Hlíðarenda. Í leik sem er einn þeirra sem stendur upp úr á ferlinum en Gary átti seinna á ferlinum eftir að ganga til liðs við Val en þar átti hann ekki eftir að staldra lengi við. Meira um það síðar. „Það er ekki til sá staður sem er sætara að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en heimavöllur Vals. Ég skoraði bæði mörk leiksins og í raun eru þeir tveir leikir sem standa upp úr á ferli mínum hér báðir á móti Val. Þeir hefðu aldrei átt að semja við mig. Ég er enginn Valsari.“ Alltaf til í snúa aftur hingað Í gegnum öll þessi ár hér á landi hefur Gary heillast af íslenskri þjóð og veran hér á landi hefur farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur ÍA ÍBV Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Gary kom hingað til lands árið 2010 sem nítján ára strákur frá Darlington á Englandi með stóra drauma um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Gary reynslunni ríkari eftir tíma sinn hjá liðum á borð við ÍA, KR, Val og ÍBV. „Ég tók þetta bara ár frá ári,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar ég var yngri var ég mjög metnaðarfullur. Vildi byrja á Íslandi en fara svo lengra og hærra á mínum ferli. Það gekk ekki eins hratt fyrir sig og ég hefði viljað en ég náði þó þangað á endanum. En því meiri tíma sem ég varði hér á Íslandi því meira leið mér eins og ég ætti heima hérna. Ég naut þess að vera hér. Var ekkert að flýta mér að komast héðan. Fjórtán ár hafa liðið hratt hjá.“ Hvernig leist þér á það á sínum tíma að koma hingað til lands til þess að spila fótbolta? „Ég þekkti ekkert annað en fótbolta. Þetta var í raun eina tilboðið sem ég var með á borðinu. Það var annað hvort að koma hingað til lands eða reyna fyrir mér í neðri deildum Englands. Mér stóð til boða að koma hingað á sex vikna samningi og ég er þannig úr garði gerður að vera til í að stökkva á slík ævintýri. Það myndi ekki saka að prófa. Gary Martin mætti til Íslands og lét til sín taka með liði Skagamanna. Átti stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Eftir það lá leiðin bara upp á við.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Ég stökk því á þetta og komst fljótt að því að íslenski boltinn hentaði mér mjög vel. Mér gekk vel og ég hafði það markmið eitt að sýna öllum hversu góður ég væri í fótbolta. Mér fannst ég þurfa að sanna mig eftir að hafa verið látinn fara frá Middlesborough því mér fannst ég ekki eiga það skilið að hafa verið látinn fara. Ég horfði á skrefið til Íslands sem síðasta tækifærið mitt til þess að láta eitthvað verða úr ferlinum“ Er enginn Valsari Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna sem leikmaður liðs í efstu deild. Hann gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn árið 2013 með tvennu gegn erkifjendunum í Val á Hlíðarenda. Í leik sem er einn þeirra sem stendur upp úr á ferlinum en Gary átti seinna á ferlinum eftir að ganga til liðs við Val en þar átti hann ekki eftir að staldra lengi við. Meira um það síðar. „Það er ekki til sá staður sem er sætara að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en heimavöllur Vals. Ég skoraði bæði mörk leiksins og í raun eru þeir tveir leikir sem standa upp úr á ferli mínum hér báðir á móti Val. Þeir hefðu aldrei átt að semja við mig. Ég er enginn Valsari.“ Alltaf til í snúa aftur hingað Í gegnum öll þessi ár hér á landi hefur Gary heillast af íslenskri þjóð og veran hér á landi hefur farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur ÍA ÍBV Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó