Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Tap á Vinnslu­stöðinni og fjár­festingar settar á ís

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opið bréf til fjár­málaráðherra, Daða Más Kristó­fers­sonar

Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar.

Skoðun
Fréttamynd

Beittu neyðarstöðvun til að forðast á­rekstur við Herjólf

Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa en atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að finna jarð­varma á köldum svæðum

Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgunardómur Guð­mundar Elíss stað­festur

Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Selur í­búðina og flytur til Eyja

Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir hefur sett íbúð sína við Hvassaleiti 30 í Reykjavík á sölu og sagt starfi sínu lausu á Stöð 2. Sem einstæð móðir lítillar stúlku hefur hún ákveðið að flytja til Vestmannaeyja, þar sem fjölskylda hennar býr.

Lífið
Fréttamynd

Fljúga tveimur vikum lengur

Vegagerðin og flugfélagið Mýflug hafa samið um tveggja vikna framlengingu á áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað hefur þetta á­hrif á formannskjörið“

Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna.

Innlent
Fréttamynd

Konan er fundin

Konan sem Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsti eftir í morgun er fundin. Ekki hafði sést til hennar í rúma viku.

Innlent
Fréttamynd

Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða

Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

Skoðun
Fréttamynd

Loka­til­raun til að bjarga loðnu­ver­tíð

Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björgunarskipið kallað út á mesta for­gangi

Áhöfn björgunarskipsins Þórs í Vestmannaeyjum var á fjórða tímanum kölluð út á mesta forgangi þegar nótaskipið Huginn VE55 varð vélarvana í innsiglingunni við Hörgárgarð gegnt Skansinum. 

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur tekur deilur Vinnslu­stöðvarinnar og ríkisins fyrir

Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vinnslustöðvarinnar á hendur ríkinu vegna makrílkvóta fyrir. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Ríkið óskaði sömuleiðis eftir því að Hæstiréttur tæki mál Hugins, sem Vinnslustöðin á, fyrir en Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Hugin 329 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta rann­sókn á skip­verjunum á Hugin

Sakamálarannsóknum á skipverjum Hugins VE-55 frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður. Þeir voru til rannsóknar vegna skemmda á vatnsleiðslu og ljósleiðarastreng til Vestmannaeyja.

Innlent