„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 08:02 Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. Gary kom hingað til lands árið 2010 sem nítján ára strákur frá Darlington á Englandi með stóra drauma um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Gary reynslunni ríkari eftir tíma sinn hjá liðum á borð við ÍA, KR, Val og ÍBV. „Ég tók þetta bara ár frá ári,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar ég var yngri var ég mjög metnaðarfullur. Vildi byrja á Íslandi en fara svo lengra og hærra á mínum ferli. Það gekk ekki eins hratt fyrir sig og ég hefði viljað en ég náði þó þangað á endanum. En því meiri tíma sem ég varði hér á Íslandi því meira leið mér eins og ég ætti heima hérna. Ég naut þess að vera hér. Var ekkert að flýta mér að komast héðan. Fjórtán ár hafa liðið hratt hjá.“ Hvernig leist þér á það á sínum tíma að koma hingað til lands til þess að spila fótbolta? „Ég þekkti ekkert annað en fótbolta. Þetta var í raun eina tilboðið sem ég var með á borðinu. Það var annað hvort að koma hingað til lands eða reyna fyrir mér í neðri deildum Englands. Mér stóð til boða að koma hingað á sex vikna samningi og ég er þannig úr garði gerður að vera til í að stökkva á slík ævintýri. Það myndi ekki saka að prófa. Gary Martin mætti til Íslands og lét til sín taka með liði Skagamanna. Átti stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Eftir það lá leiðin bara upp á við.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Ég stökk því á þetta og komst fljótt að því að íslenski boltinn hentaði mér mjög vel. Mér gekk vel og ég hafði það markmið eitt að sýna öllum hversu góður ég væri í fótbolta. Mér fannst ég þurfa að sanna mig eftir að hafa verið látinn fara frá Middlesborough því mér fannst ég ekki eiga það skilið að hafa verið látinn fara. Ég horfði á skrefið til Íslands sem síðasta tækifærið mitt til þess að láta eitthvað verða úr ferlinum“ Er enginn Valsari Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna sem leikmaður liðs í efstu deild. Hann gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn árið 2013 með tvennu gegn erkifjendunum í Val á Hlíðarenda. Í leik sem er einn þeirra sem stendur upp úr á ferlinum en Gary átti seinna á ferlinum eftir að ganga til liðs við Val en þar átti hann ekki eftir að staldra lengi við. Meira um það síðar. „Það er ekki til sá staður sem er sætara að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en heimavöllur Vals. Ég skoraði bæði mörk leiksins og í raun eru þeir tveir leikir sem standa upp úr á ferli mínum hér báðir á móti Val. Þeir hefðu aldrei átt að semja við mig. Ég er enginn Valsari.“ Alltaf til í snúa aftur hingað Í gegnum öll þessi ár hér á landi hefur Gary heillast af íslenskri þjóð og veran hér á landi hefur farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur ÍA ÍBV Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Gary kom hingað til lands árið 2010 sem nítján ára strákur frá Darlington á Englandi með stóra drauma um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Gary reynslunni ríkari eftir tíma sinn hjá liðum á borð við ÍA, KR, Val og ÍBV. „Ég tók þetta bara ár frá ári,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar ég var yngri var ég mjög metnaðarfullur. Vildi byrja á Íslandi en fara svo lengra og hærra á mínum ferli. Það gekk ekki eins hratt fyrir sig og ég hefði viljað en ég náði þó þangað á endanum. En því meiri tíma sem ég varði hér á Íslandi því meira leið mér eins og ég ætti heima hérna. Ég naut þess að vera hér. Var ekkert að flýta mér að komast héðan. Fjórtán ár hafa liðið hratt hjá.“ Hvernig leist þér á það á sínum tíma að koma hingað til lands til þess að spila fótbolta? „Ég þekkti ekkert annað en fótbolta. Þetta var í raun eina tilboðið sem ég var með á borðinu. Það var annað hvort að koma hingað til lands eða reyna fyrir mér í neðri deildum Englands. Mér stóð til boða að koma hingað á sex vikna samningi og ég er þannig úr garði gerður að vera til í að stökkva á slík ævintýri. Það myndi ekki saka að prófa. Gary Martin mætti til Íslands og lét til sín taka með liði Skagamanna. Átti stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Eftir það lá leiðin bara upp á við.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Ég stökk því á þetta og komst fljótt að því að íslenski boltinn hentaði mér mjög vel. Mér gekk vel og ég hafði það markmið eitt að sýna öllum hversu góður ég væri í fótbolta. Mér fannst ég þurfa að sanna mig eftir að hafa verið látinn fara frá Middlesborough því mér fannst ég ekki eiga það skilið að hafa verið látinn fara. Ég horfði á skrefið til Íslands sem síðasta tækifærið mitt til þess að láta eitthvað verða úr ferlinum“ Er enginn Valsari Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna sem leikmaður liðs í efstu deild. Hann gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn árið 2013 með tvennu gegn erkifjendunum í Val á Hlíðarenda. Í leik sem er einn þeirra sem stendur upp úr á ferlinum en Gary átti seinna á ferlinum eftir að ganga til liðs við Val en þar átti hann ekki eftir að staldra lengi við. Meira um það síðar. „Það er ekki til sá staður sem er sætara að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en heimavöllur Vals. Ég skoraði bæði mörk leiksins og í raun eru þeir tveir leikir sem standa upp úr á ferli mínum hér báðir á móti Val. Þeir hefðu aldrei átt að semja við mig. Ég er enginn Valsari.“ Alltaf til í snúa aftur hingað Í gegnum öll þessi ár hér á landi hefur Gary heillast af íslenskri þjóð og veran hér á landi hefur farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur ÍA ÍBV Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira