Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 20:20 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði bandalagsríki við starfsemi rússneska fjölmiðilsins RT í dag. AP/Mark Schiefelbein Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði RT um að standa fyrir leynilegum aðgerðum í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum samkvæmt skipunum rússneskra leyniþjónustumanna sem svara beint til stjórnvalda í Kreml. „Vopnavæðing Rússa á upplýsingafalsi til þess að grafa undan og valda sundrung í frjálsum og opnum samfélögum nær til allra heimshluta,“ sagði Blinken, á blaðamannafundi í dag. Hvatti hann öll bandalagsríki Bandaríkjanna til þess að taka á RT með sama hætti og annarri leyniþjónustustarfsemi Rússlands innan landamæra þeirra. Reyna að koma í veg fyrir að RT geti starfað utan Rússlands RT, sem sendir út um allan heim, er sakað um að stofna vefsíður sem eru látnar líta út eins og lögmætar fréttasíður til þess að dreifa upplýsingafalsi og áróðri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þar var meðal annars safnað framlögum til þess að fjármagna hernaðinn í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þá er rússneska leyniþjónustan sögð hafa stofnað einingu innan RT sem stundar tölvunjósnir. Markmið refsiaðgerðanna sem voru kynntar í dag er að gera RT erfitt að stunda viðskiptum í dollurum og þannig minnka möguleika stöðvarinnar á að starfa utan Rússlands, að sögn New York Times. Fjármögnuðu íhaldssama hlaðvarpsveitu á laun Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir að greiða bandarískum hlaðvarpsstjórnendum hægrisinnaðs fjölmiðils á laun til þess að dreifa út rússneskum áróðri og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Fyrr í sumar sökuðu bandarísk yfirvöld ritstjóra hjá RT um að vinna með rússnesku leyniþjónustunni FSB að því að stofna hundruð gervireikninga að samfélagsmiðlinum X til þess að dreifa efni stöðvarinnar. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml reyni enn og aftur að beita sér til þess að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti á ný. Ástæðan sé meðal annars stuðningur ríkisstjórnar Joes Biden við Úkraínu. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði RT um að standa fyrir leynilegum aðgerðum í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum samkvæmt skipunum rússneskra leyniþjónustumanna sem svara beint til stjórnvalda í Kreml. „Vopnavæðing Rússa á upplýsingafalsi til þess að grafa undan og valda sundrung í frjálsum og opnum samfélögum nær til allra heimshluta,“ sagði Blinken, á blaðamannafundi í dag. Hvatti hann öll bandalagsríki Bandaríkjanna til þess að taka á RT með sama hætti og annarri leyniþjónustustarfsemi Rússlands innan landamæra þeirra. Reyna að koma í veg fyrir að RT geti starfað utan Rússlands RT, sem sendir út um allan heim, er sakað um að stofna vefsíður sem eru látnar líta út eins og lögmætar fréttasíður til þess að dreifa upplýsingafalsi og áróðri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þar var meðal annars safnað framlögum til þess að fjármagna hernaðinn í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þá er rússneska leyniþjónustan sögð hafa stofnað einingu innan RT sem stundar tölvunjósnir. Markmið refsiaðgerðanna sem voru kynntar í dag er að gera RT erfitt að stunda viðskiptum í dollurum og þannig minnka möguleika stöðvarinnar á að starfa utan Rússlands, að sögn New York Times. Fjármögnuðu íhaldssama hlaðvarpsveitu á laun Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir að greiða bandarískum hlaðvarpsstjórnendum hægrisinnaðs fjölmiðils á laun til þess að dreifa út rússneskum áróðri og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Fyrr í sumar sökuðu bandarísk yfirvöld ritstjóra hjá RT um að vinna með rússnesku leyniþjónustunni FSB að því að stofna hundruð gervireikninga að samfélagsmiðlinum X til þess að dreifa efni stöðvarinnar. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml reyni enn og aftur að beita sér til þess að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti á ný. Ástæðan sé meðal annars stuðningur ríkisstjórnar Joes Biden við Úkraínu.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37