Rússneskur ríkisfjölmiðill braut hlutleysisreglur í umfjöllun um Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 12:22 RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og þykir hafa slagsíðu í umfjöllun sem tengist hagsmunum Rússlands. Vísir/Getty Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira