Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 23:37 Scott Ritter hefur verið álitsgjafi rússnesku ríkisssjónvarpsstöðvarinnar RT. Hann vakti athygli í kringum seinna Íraksstríðið fyrir harða gagnrýni á bandaríska utanríkisstefnu. Vísir/Getty Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira