Verkföllin úrskurðuð ólögleg Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 13:00 Frá mótmælum í Tel Aviv í gær. AP/Ariel Schalit Dómstóll í Ísrael hefur komist að þeirri niðurstöðu að verkföll þar í landi, sem farið hefur verið í samhliða mótmælum þar sem fjöldi fólks hefur kallað eftir því að gert verði vopnahlé við leiðtoga Hamas í skiptum fyrir þá gísla sem vígamenn samtakanna halda enn, séu ólögleg. Leiðtogar verkalýðsfélaga hafa sagst ætla að una úrskurðinum en fjölskyldur gísla hafa kallað eftir áframhaldandi mótmælum, samkvæmt frétt Times of Israel. Miðillinn hefur eftir Arnon Bar-David, leiðtoga Histadrut, stærsta verkalýðsfélags landsins, að hann muni virða úrskurðinn. Hann kallaði eftir allsherjarverkfalli í gær og segir að mótmælin hafi sent mjög skýr skilaboð. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að mála mótmælin sem pólitísk hafi hundruð þúsunda sýnt samstöðu. Skipuleggjendur áætla að um hálf milljón manna hafi mótmælt víðsvegar um Ísrael. Sjá einnig: Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Mótmælin hafa víða verið töluvert umfangsmikil og hafa leitt til lokanna. Á ýmsum stöðum hefur farið minna fyrir mótmælunum en í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé til marks um pólitíska gjá í Ísrael. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi hafa eins og áður segir kallað eftir áframhaldandi mótmælum og verkföllum. „Þetta snýst ekki um verkföll. Þetta snýst um að bjarga þeim 101 gísl sem voru yfirgefnir af Netanjahú [Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra] síðasta fimmtudag,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunum. Þar vísa þau til ákvörðunar ráðherra ríkisstjórnar Netanjahú að halda áfram hernámi á svæði á Gasaströndinni sem leiðtogar Hamas vilja að Ísraelar hörfi frá. Talið er að um þriðjungur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas séu látnir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33 „Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Leiðtogar verkalýðsfélaga hafa sagst ætla að una úrskurðinum en fjölskyldur gísla hafa kallað eftir áframhaldandi mótmælum, samkvæmt frétt Times of Israel. Miðillinn hefur eftir Arnon Bar-David, leiðtoga Histadrut, stærsta verkalýðsfélags landsins, að hann muni virða úrskurðinn. Hann kallaði eftir allsherjarverkfalli í gær og segir að mótmælin hafi sent mjög skýr skilaboð. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að mála mótmælin sem pólitísk hafi hundruð þúsunda sýnt samstöðu. Skipuleggjendur áætla að um hálf milljón manna hafi mótmælt víðsvegar um Ísrael. Sjá einnig: Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Mótmælin hafa víða verið töluvert umfangsmikil og hafa leitt til lokanna. Á ýmsum stöðum hefur farið minna fyrir mótmælunum en í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé til marks um pólitíska gjá í Ísrael. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi hafa eins og áður segir kallað eftir áframhaldandi mótmælum og verkföllum. „Þetta snýst ekki um verkföll. Þetta snýst um að bjarga þeim 101 gísl sem voru yfirgefnir af Netanjahú [Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra] síðasta fimmtudag,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunum. Þar vísa þau til ákvörðunar ráðherra ríkisstjórnar Netanjahú að halda áfram hernámi á svæði á Gasaströndinni sem leiðtogar Hamas vilja að Ísraelar hörfi frá. Talið er að um þriðjungur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas séu látnir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33 „Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33
„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41