Sex gíslar fundust látnir Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 08:39 Rachel Goldberg, móðir Hersh Goldberg-Polin sem fannst látinn í gær, mótmælti á föstudag yfir aðgerðarleysi ísraelskra stjórnvalda í að endurheimta gíslana sem Hamas rændu 7. október. Getty Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. Hin látnu eru Carmel Gat, Eden Yerushalmi, Hersh Goldberg-Polin, Alexander Lobanov, Almog Sarusi og liðþjálfinn Ori Danino. Um er að ræða fjóra karla og tvær konur. Carmel Gat var rænt af samyrkjubúi í Be'eri en hinum fimm var rænt af tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði að fólkið hefði verið „myrt grimmilega af hryðjuverkamönnum Hamas skömmu áður en við náðum til þeirra.“ Eftir að tilkynnt var um dauða Goldberg-Polin, sem var bandarískur ríkisborgari, sagðist Joe Biden Bandaríkjaforseti vera „niðurbrotinn og hneykslaður“ yfir fréttunum. Foreldrar Goldberg-Polin mótmæltu í Ísrael á fimmtudag og kröfðu ísraelsk stjórnvöld um að semja um lausn gíslanna. Þau fluttu einnig ávarp á landsfundi Demókrata í Chicago í ágúst til að biðja um að þrýst yrði á samkomulag um lausn gíslanna. Um hundrað gíslar enn í haldi Rúmlega 100 gíslar Hamas voru frelsaðir í tímabundnu vopnahléi í fyrra og átta var bjargað af Ísraelsher, þar á meðal Farhan al-Qadi sem var bjargað úr göngum Hamas í vikunni. Talið er að enn séu um 100 gíslar í haldi Hamas. Samkvæmt Hostages and Missing Families Forum, samtökum sem berjast fyrir frelsun gíslanna, eru 107 gíslar, lifandi og dauðir, enn í haldi Hamas í Gasa. Þar af eru 103 sem voru teknir í árásunum 7. október. Talið er að 33 þeirra séu dáin. Um 40 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir frá því að gíslarnir voru teknir og Ísraelsher hóf innrás sína inn á Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Hin látnu eru Carmel Gat, Eden Yerushalmi, Hersh Goldberg-Polin, Alexander Lobanov, Almog Sarusi og liðþjálfinn Ori Danino. Um er að ræða fjóra karla og tvær konur. Carmel Gat var rænt af samyrkjubúi í Be'eri en hinum fimm var rænt af tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði að fólkið hefði verið „myrt grimmilega af hryðjuverkamönnum Hamas skömmu áður en við náðum til þeirra.“ Eftir að tilkynnt var um dauða Goldberg-Polin, sem var bandarískur ríkisborgari, sagðist Joe Biden Bandaríkjaforseti vera „niðurbrotinn og hneykslaður“ yfir fréttunum. Foreldrar Goldberg-Polin mótmæltu í Ísrael á fimmtudag og kröfðu ísraelsk stjórnvöld um að semja um lausn gíslanna. Þau fluttu einnig ávarp á landsfundi Demókrata í Chicago í ágúst til að biðja um að þrýst yrði á samkomulag um lausn gíslanna. Um hundrað gíslar enn í haldi Rúmlega 100 gíslar Hamas voru frelsaðir í tímabundnu vopnahléi í fyrra og átta var bjargað af Ísraelsher, þar á meðal Farhan al-Qadi sem var bjargað úr göngum Hamas í vikunni. Talið er að enn séu um 100 gíslar í haldi Hamas. Samkvæmt Hostages and Missing Families Forum, samtökum sem berjast fyrir frelsun gíslanna, eru 107 gíslar, lifandi og dauðir, enn í haldi Hamas í Gasa. Þar af eru 103 sem voru teknir í árásunum 7. október. Talið er að 33 þeirra séu dáin. Um 40 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir frá því að gíslarnir voru teknir og Ísraelsher hóf innrás sína inn á Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47
Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“