Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 06:31 Tugþúsundir komu saman í Tel Aviv í gær til að mótmæla Netanyahu og krefjast vopnahlés. Getty/Anadolu/Yair Palti Boðað hefur verið til umfangsmikilla verkfallsaðgerða í Ísrael í dag til að knýja fram vopnahlé við Hamas. Aðgerðir Histadrut, stærsta verkalýðsfélags Ísrael, hófust snemma í morgun og munu hafa víðtæk áhrif. Skrifstofur fjölda ríkisstofnana og staðaryfirvalda munu líklega ekki opna, né heldur fjöldi skóla og fyrirtækja. Þá verður alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion lokaður frá klukkan 8 í ótilgreindan tíma. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðeins inngrip okkar getur vakið þá sem þarf að vekja,“ sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut. „Pólitískir hagsmunir eru að koma í veg fyrir samkomulag og það er óásættanlegt.“ Borgarstjórar Tel Aviv og Givatayim tilkynntu að yfirvöld þar myndu taka þátt í verkfallsaðgerðunum til að krefjast endurheimt þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas og fleiri eru taldir munu fylgja í þeirra fótspor. Mikil mótmæli brutust út um helgina eftir að lík sex gísla fundust á Gasa. Talið er að um hundrað séu enn í haldi en að einhver fjöldi þeirra sé þegar látinn. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sætt sívaxandi þrýstingi um að ganga af alvöru til viðræðna við Hamas um vopnahlé en er pólitískt séð á milli steins og sleggju þar sem vopnhlé myndi líklega sprengja ríkisstjórnina. Hefur Netanyahu verið sakaður um að taka eigin pólitísku hagsmuni fram yfir hagsmuni gíslanna en stjórnvöld hafa einnig verið mjög áfram um að freista þess að tortíma Hamas og forystu samtakanna vegna árásanna 7. október. Þá verður afar erfitt fyrir yfirvöld að ganga frá hálfkláruðu verk, ekki síst nú þegar Yahya Sinwar hefur tekið við pólitískri forystu Hamas, þar sem hann skipulagði árásirnar 7. október og er efstur á hefndarlista Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Skrifstofur fjölda ríkisstofnana og staðaryfirvalda munu líklega ekki opna, né heldur fjöldi skóla og fyrirtækja. Þá verður alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion lokaður frá klukkan 8 í ótilgreindan tíma. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðeins inngrip okkar getur vakið þá sem þarf að vekja,“ sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut. „Pólitískir hagsmunir eru að koma í veg fyrir samkomulag og það er óásættanlegt.“ Borgarstjórar Tel Aviv og Givatayim tilkynntu að yfirvöld þar myndu taka þátt í verkfallsaðgerðunum til að krefjast endurheimt þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas og fleiri eru taldir munu fylgja í þeirra fótspor. Mikil mótmæli brutust út um helgina eftir að lík sex gísla fundust á Gasa. Talið er að um hundrað séu enn í haldi en að einhver fjöldi þeirra sé þegar látinn. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sætt sívaxandi þrýstingi um að ganga af alvöru til viðræðna við Hamas um vopnahlé en er pólitískt séð á milli steins og sleggju þar sem vopnhlé myndi líklega sprengja ríkisstjórnina. Hefur Netanyahu verið sakaður um að taka eigin pólitísku hagsmuni fram yfir hagsmuni gíslanna en stjórnvöld hafa einnig verið mjög áfram um að freista þess að tortíma Hamas og forystu samtakanna vegna árásanna 7. október. Þá verður afar erfitt fyrir yfirvöld að ganga frá hálfkláruðu verk, ekki síst nú þegar Yahya Sinwar hefur tekið við pólitískri forystu Hamas, þar sem hann skipulagði árásirnar 7. október og er efstur á hefndarlista Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira