Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 15:49 Flóttamenn frá Kúrsk koma til Moskvu þar sem tímabundin skýli hafa verið sett upp fyrir fólk sem flýr átökin í héraðinu. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36