Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 15:49 Flóttamenn frá Kúrsk koma til Moskvu þar sem tímabundin skýli hafa verið sett upp fyrir fólk sem flýr átökin í héraðinu. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36