Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 06:28 Tugþúsundir íbúa Kursk hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir innrás Úkraínumanna. AP Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. Aðgerðin stæði enn yfir. Nokkrum klukkustundum áður en Syrski og Selenskí ræddu saman hafði Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóri Kursk, áætlað að Úkraínumenn hefðu náð um það bil 28 þéttbýliskjörnum á sitt vald, á svæði sem væri um það bil 40 km breitt og næði um 12 km inn í landið. Úkraínumenn hafa gefið lítið upp um innrás sína inn í Rússland, sem virðist hafa komið yfirvöldum í Rússlandi verulega á óvart. Um það bil 121 þúsund íbúar Kursk hafa flúið heimili sín að sögn Smirnov, tólf almennir borgarar látist og 121 særst. Yfirvöld í Kursk greindu frá því í gær að þau hefðu ákveðið að rýma Belovsky, þar sem íbúar telja um 14 þúsund, og þá ákváðu yfirvöld í Belgorod að rýma Krasnoyaruzhky. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að aðgerðin varðaði öryggismál en Rússar hefðu gert ófáar árásir á Úkraínu frá Kursk. Sumy-hérað hefði tli að mynda orðið fyrir 2.100 árásum frá Kursk frá byrjun sumars. „Fyrst Pútín er svona staðráðinn í því að berjast verður að neyða Rússland til að semja um frið,“ sagði Selenskí. „Rússar færðu öðrum stríð og nú sækir það þá heim.“ Andriy Zagorodnyuk, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í samtali við Reuters að svo virtist sem aðgerð Úkraínumanna í Kursk virtist ætlað að dreifa athygli Rússa frá aðgerðum í Úkraínu. Þá hefur AFP eftir úkraínskum embættismanni að hann geri ráð fyrir að Rússar muni að lokum hrinda sókninni inn í Kursk. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira
Aðgerðin stæði enn yfir. Nokkrum klukkustundum áður en Syrski og Selenskí ræddu saman hafði Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóri Kursk, áætlað að Úkraínumenn hefðu náð um það bil 28 þéttbýliskjörnum á sitt vald, á svæði sem væri um það bil 40 km breitt og næði um 12 km inn í landið. Úkraínumenn hafa gefið lítið upp um innrás sína inn í Rússland, sem virðist hafa komið yfirvöldum í Rússlandi verulega á óvart. Um það bil 121 þúsund íbúar Kursk hafa flúið heimili sín að sögn Smirnov, tólf almennir borgarar látist og 121 særst. Yfirvöld í Kursk greindu frá því í gær að þau hefðu ákveðið að rýma Belovsky, þar sem íbúar telja um 14 þúsund, og þá ákváðu yfirvöld í Belgorod að rýma Krasnoyaruzhky. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að aðgerðin varðaði öryggismál en Rússar hefðu gert ófáar árásir á Úkraínu frá Kursk. Sumy-hérað hefði tli að mynda orðið fyrir 2.100 árásum frá Kursk frá byrjun sumars. „Fyrst Pútín er svona staðráðinn í því að berjast verður að neyða Rússland til að semja um frið,“ sagði Selenskí. „Rússar færðu öðrum stríð og nú sækir það þá heim.“ Andriy Zagorodnyuk, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í samtali við Reuters að svo virtist sem aðgerð Úkraínumanna í Kursk virtist ætlað að dreifa athygli Rússa frá aðgerðum í Úkraínu. Þá hefur AFP eftir úkraínskum embættismanni að hann geri ráð fyrir að Rússar muni að lokum hrinda sókninni inn í Kursk.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira