Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 11:37 Rússneskur hermaður hleypir af sprengjuvörpu í átt að úkraínskum hermönnum í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31