Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júlí 2024 11:46 Svona var ástandið í upphafi júnímánaðar á Norðurlandi. Mynd/Fríða Björk Einarsdóttir Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári. Veður Færð á vegum Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári.
Veður Færð á vegum Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira