Köld norðlæg átt á leiðinni og veður fer ört versnandi Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2024 07:16 Appelsínugular viðvaranir taka gildi víða um land síðdegis í dag. Veðurstofan Djúp lægð norðaustur af landinu beinir nú til okkar kaldri norðlægri átt. Fyrri part dags má gera ráð fyrir að vindur verði yfirleitt ekki hvass og úrkoma hvergi mikil, en síðdegis fari veður ört versnandi á Norður- og Austurlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld megi búast við norðvestan hvassviðri eða stormi á þeim slóðum með slyddu eða snjókomu. Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til tíu stig og verður mildast syðst. „Næstu daga er svo útlit fyrir norðan óveður á landinu með kalsa úrkomu norðan- og austanlands, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu, en lengst af úrkomulítið sunnantil. Samkvæmt nýjustu spám mun veðrið standa linnulítið fram á aðfaranótt föstudags, en skánar þá talsvert gangi spár eftir. Gefnar hafa verið út viðvaranir og þeir sem eiga eitthvað undir veðri eru hvattir til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þannig taka appelsínugular viðvaranir gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðurs síðdegis í dag. Gular viðvaranir taka vildi annars staðar á landinu seint í kvöld eða í fyrramálið. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 15-23 m/s. Slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en rigning nærri sjávarmáli. Hiti 0 til 4 stig. Þurrt að kalla sunnantil og við vesturströndina með hita að 9 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðvestan og norðan 13-20, hvassast suðaustantil. Víða rigning, slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Norðvestan og norðan hvassviðri eða stormur. Úrkomulítið sunnantil og við vesturströndina, annars slydda, rigning eða snjókoma. Mikil úrkoma á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig, mildast suðaustanlands. Á föstudag: Norðan 8-15 og skúrir eða él, en þurrt um landið sunnanvert. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst Á laugardag: Breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi fram eftir degi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning, en þurrt að kalla norðan- og austanlands. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld megi búast við norðvestan hvassviðri eða stormi á þeim slóðum með slyddu eða snjókomu. Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til tíu stig og verður mildast syðst. „Næstu daga er svo útlit fyrir norðan óveður á landinu með kalsa úrkomu norðan- og austanlands, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu, en lengst af úrkomulítið sunnantil. Samkvæmt nýjustu spám mun veðrið standa linnulítið fram á aðfaranótt föstudags, en skánar þá talsvert gangi spár eftir. Gefnar hafa verið út viðvaranir og þeir sem eiga eitthvað undir veðri eru hvattir til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þannig taka appelsínugular viðvaranir gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðurs síðdegis í dag. Gular viðvaranir taka vildi annars staðar á landinu seint í kvöld eða í fyrramálið. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 15-23 m/s. Slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en rigning nærri sjávarmáli. Hiti 0 til 4 stig. Þurrt að kalla sunnantil og við vesturströndina með hita að 9 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðvestan og norðan 13-20, hvassast suðaustantil. Víða rigning, slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Norðvestan og norðan hvassviðri eða stormur. Úrkomulítið sunnantil og við vesturströndina, annars slydda, rigning eða snjókoma. Mikil úrkoma á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig, mildast suðaustanlands. Á föstudag: Norðan 8-15 og skúrir eða él, en þurrt um landið sunnanvert. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst Á laugardag: Breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi fram eftir degi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning, en þurrt að kalla norðan- og austanlands. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Sjá meira