Veður

Hríðar­veður og erfitt yfir­ferðar á Norður­landi í dag

Lovísa Arnardóttir skrifar
Veðrið gæti orðið sérstaklega slæmt í Skagafirði.
Veðrið gæti orðið sérstaklega slæmt í Skagafirði. Vísir/Vilhelm

Varað er við hríðarveðri og allhvössum vindi yfir miðjan daginn á Norðurlandi. Búast má því að það verði víða blint og erfitt yfirferðar norðanlands. Einkum í Húnaþingi og Skagafirði, en einnig við utanverðan Eyjafjörð og austur með ströndinni.

Færð á að skána nokkuð í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á vef þeirra, umferdin.is, kemur fram um færð að á Norðurlandi sé víða snjóþekja og hálkublettir. Á Norðausturlandi segir að þæfingur sé á Hólasandi en hálka er á flestum leiðum þó er eitthvað um snjóþekju eða hálkubletti. Ófært er á Dettifossvegi.

Þá eru þungatakmarkanir á brúnni yfir Skjálfandafljót á Norðausturvegi (85) fyrir vörubifreiðar yfir 3.500 kíló að heildarþyngd og fólksflutningabifreiðar/ hópbifreiðar ætlaðar til að flytja fleiri en átta farþega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×