Húnabyggð

Fréttamynd

Sveitar­fé­lögin gætu sam­einast í sumar

Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

„Nú kemst ég að því hvernig er að deyja“

Litlu mátti muna þegar Sigurjón Axel Guðjónsson lenti í árekstri við stóran flutningabíl á hringveginum að kvöldi til þann 22. desember í síðustu viku. Myndband úr bíl hans sýnir áreksturinn. Þar sést þegar tengivagn vörubílsins birtast skyndilega á röngum vegarhelmingi og fer utan í bíl Sigurjóns. Betur fór en á horfðist, en Sigurjón slapp með smávægileg meiðsli.

Innlent
Fréttamynd

Norður­land vill ísbirnina heim

Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis.

Innlent
Fréttamynd

Allir nema einn út­skrifaðir eftir rútu­slysið

Allir nema einn af þeim aðilum sem voru fluttir á Landspítala eftir rútuslys við Blönduós síðastliðinn föstudag hafa verið útskrifaðir. Þetta staðfestir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, en þeir sem voru í rútunni voru starfsmenn bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

„Ömur­legur endir á góðu ferða­lagi“

Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt

Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður á rangri leið

Þann 2.ágúst sl. birtist á visir.is grein sem Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður skrifar undir. Greinin, sem ber undarlegt heiti innan gæsalappa, fjallar í stuttu máli um að þingmaðurinn telji það afar mikilvægt að þjóðvegurinn verði styttur. Sami þingmaður fékk birta grein sem hann skrifar líka undir í Vikublaðinu þann 18. apríl sl. þar sem hann, sem fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi, vildi ráðast í endurnýjun vegarins yfir Kjöl og það í einkaframkvæmd. Þær hugmyndir eru útaf fyrir sig ágætar, með upphaf og endi í núverandi mynd.

Skoðun
Fréttamynd

Bíll valt í Langa­dal

Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði þjóðvegi númer 1 um Langadal um stund í aðra áttina í kvöld vegna bílslyss. Búið er að opna veginn að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Deila magnaðist þegar spenni­stöðin hvarf

Landeiganda í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu brá heldur í brún þegar heil spennistöð hvarf skyndilega af landi hennar fyrr í mánuðinum. Málið tengist langvarandi deilum um jörðina Stekkjarlæk en hún sakar nágranna sína á bænum Bergsstöðum um að eiga hlut að máli. Hún segist langþreytt á stöðunni og íhuga að krefjast nálgunarbanns.

Innlent
Fréttamynd

Prjónar það sem henni er sagt að prjóna

Fullkomnasta prjónavél landsins er á Blönduósi en hún er stafræn, sem þýðir að hún prjónar það sem henni er sagt að gera þegar búið er að vinna prjónaverkefnið í gegnum tölvuforrit. “Þetta er mjög skemmtileg tækni, sem opnar marga möguleika,” segir Margrét Katrín Guttormsdóttir, umsjónarmaður vélarinnar á Blönduósi

Innlent
Fréttamynd

Endur­greiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ís­bílsins

Ís­bíllinn endur­greiðir 34 ís­tegundir sem seldar voru í Eyja­firði, Skaga­firði og Austur-Húna­vatns­sýslu 8. til 10. júlí síðast­liðinn. Vegna mis­taka hjá Sam­skipum hálf­þ­iðnaði ís á leið til Akur­eyrar. Eig­andi Ís­bílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mis­tök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endur­greiðslu­beiðnunum.

Neytendur
Fréttamynd

Ætla að trylla lýðinn á Krúttinu

Það verður sannkölluð tónlistarveisla á Blönduósi næstkomandi laugardagskvöld þegar þeir Dagur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson verða með tónleika á nýjum tónleikastað í gamla bænum, Krúttinu á Hóteli Blönduósi.

Tónlist
Fréttamynd

Spenna magnast vegna Prjónagleðinnar á Blönduósi

Mikil spenna og eftirvænting er á Blönduósi fyrir Prjónahátíð, sem haldin verður þar aðra helgina í júní þar sem prjónafólk af öllu landinu mun sameinast til að prjóna og miðla prjónasögum. Sveitarstjóri Húnabyggðar hefur skráð sig á námskeiðið „Karlar prjóna“ á hátíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Biðlar til ökumanna að stoppa á Blönduósi

Sveitarstjóri Húnabyggðar biðlar til ferðamanna um að þeir stoppi á Blönduósi þegar þeir keyra í gegnum bæjarfélagið, ekki bara að stoppa til að fara á salerni eða að fá sér pylsu. Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Feðgarnir á Blönduósi verða ekki ákærðir

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða karlmanns sem varð konu að bana á Blönduósi í ágúst í fyrra. Þetta staðfestir verjandi í málinu við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Innlent
Fréttamynd

Næturgisting í kirkju í boði á Blöndu­ósi

Hótel Blöndu­ós verður opnað með pompi og prakt eftir glæ­nýjar endur­bætur um helgina. Stórri svítu hefur verið bætt við í sjálfri gömlu kirkjunni á Blöndu­ósi og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða nýjan hluta af hótelinu um helgina, þó það opni ekki form­lega fyrr en á mánu­dag. Mynda­syrpu frá Blöndu­ósi má skoða neðst í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Til­gangur kærunnar í Blöndu­ós­málinu ekki að koma höggi á aðra að­stand­endur

Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, mannsins sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana á Blönduósi í ágúst á síðasta ári, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sinnar um að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á máli hans. Brynjar Þór lést eftir árásina. Fjölskyldan vill að allt verði gert til að varpa ljósi á málið og segir ætlunina ekki vera að koma höggi á aðra sem eigi um sárt að binda vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Blönduós orðinn þekktur staður á meðal stórborga í Evrópu

Sveitarstjóri Húnabyggðar segir að Blönduós sé orðið þekktur staður á meðal stórborga í Evrópu vegna starfsemi Textílmiðstöðvar Íslands á staðnum. Prjónahátíðin á Blönduósi er hluti af starfsemi textílmiðstöðvarinnar en verður haldin 9. til 11. júní í sumar á Blönduósi.

Innlent
Fréttamynd

Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap

Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki.

Innlent
Fréttamynd

Blönduósmálið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru í rannsókn á manndrápi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis. 

Innlent