Njósnaskandall skekur Austurríki Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2024 16:59 Karl Nehammer, kanslari Þýskalands. AP/Heinz-Peter Bader Yfirvöld í Austurríki standa frammi fyrir umfangsmiklum njósnaskandal sem bendir til þess að leyniþjónustur Rússlands séu umsvifamiklar í ríkinu og varpar ljósi á slæmt eftirlit hins opinbera. Háttsettur fyrrverandi njósnari í Austurríki var handtekinn á dögunum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa útvegað Rússum símagögn háttsettra embættismanna, hjálpað við skipulagningu innbrots hjá áhrifamiklum blaðamanni og þá er hann sagður hafa stungið upp á endurbótum við Rússa eftir morð sem rússneskur útsendari framdi í Þýskalandi. Þetta kemur fram í handtökuskipun á hendur Egisto Ott, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Sérfræðingar segja í samtali við miðilinn að málið sé mögulega einn stærsti njósnaskandallinn í langri sögu slíkra skandala í Austurríki. Lak upplýsingum til frægs njósnara Ott var handtekinn þann 29. mars og er hann sakaður um að hafa komið áðurnefndum gögnum og öðrum viðkvæmum upplýsingum í hendur Jan Marsalek, sem einnig er austurrískur en flúði land eftir fall þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard. Marsalek er talinn hafa njósnað fyrir Rússa um árabil og er hann sagður hafa notað Wirecard til að hjálpa leyniþjónustum Rússlands að flytja fé með ólöglegum hætti til að styðja við leynilegar aðgerðir þeirra um heiminn allan. Í desember í fyrra var talið að Marsalek væri í Dubaí, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann var sagður vinna að því fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi, að því að endurbyggja viðskiptaveldi rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín í Afríku. Nú er hann talinn vera í Rússlandi. Í áðurnefndri handtökuskipin á hendur Ott segir að upplýsingar sem yfirvöld í Bretlandi hafi útvegað Austurríkismönnum sýni að hann hafi átt í beinum samskiptum við starfsmenn FSB (Áður KGB). Frá 2001 til 2012 starfaði Ott fyrir leyniþjónustu Austurríkis, sem kallaðist BVT, í Tyrklandi og Ítalíu en eftir það kom hann að því að stýra leynilegum útsendurum BVT í öðrum ríkjum. Árið 2017 var Ott vikið úr starfi frá BVT, eftir að ásakanir um að hann starfaði mögulega fyrir Rússa litu fyrst dagsins ljós. Hann var í kjölfarið færður til lögregluskóla Austurríkis en vikið úr starfi þar árið 2021 þegar tengsl hans við Rússland voru rannsökuð frekar. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu fundist nægilegar sannanir til að ákæra hann og var honum sleppt úr haldi. Bretar útveguðu Austurríkismönnum svo ný gögn nýverið og leiddu þau til handtöku Ott. Þar er um að ræða gögn um skilaboðasendingar milli fimm búlgarskra manna sem handteknir voru í Bretlandi í fyrra og eru grunaðir um að starfa fyrir Marsalek og FSB. Sendiráð Rússlands í Vínarborg.AP/Ronald Zak Þegar hann vann hjá BVT var Ott í nánum samskiptum við Martin Weiss, sem stýrði leyniþjónustunni. Þegar Weiss hætti hjá BVT árið 2018 fór hann að vinna hjá Marsalek og Wirecard. Weiss er talinn hafa flutt skipanir frá Marsalek og rússneskum útsendurum til Ott. BVT var lögð niður árið 2020 eftir að maður sem aðhylltist boðskap Íslamska ríkisins hóf skothríð í miðborg Vínar. Hann skaut fjóra til bana og særði 23 áður en hann var felldur af lögregluþjónum. Í skilaboðunum sem Bretar útveguðu kemur fram að Marsalek segist hafa hjálpað Weiss að flýja til Dubaí. Safnaði upplýsingum og sendi til Rússlands Ott er sagður hafa safnað viðkvæmum upplýsingum fyrir Rússa frá árunum 2017 til 2021. Hann mun hafa safnað gögnum úr gagnabönkum lögreglunnar og með því að senda formlegar beiðnir til lögregluembætta annarsstaðar í Evrópu, eins og á Ítalíu og Bretlandi. Meðal upplýsinga sem hann safnaði voru upplýsingar hvort rússneskir útsendarar og starfsmenn Wirecard væru eftirlýstir eða hvort fylgst væri með þeim. Hann safnaði einnig upplýsingum um rússneska andófsmenn í Evrópu, fólk úr viðskiptaheiminum og fyrrverandi starfsmenn FSB. Þessar viðkvæmu upplýsingar sendi Ott síðan til Marsalek. Einungis fimm vikum eftir að Ott var sleppt úr haldi árið 2021, aflaði hann upplýsinga um hvar rannsóknarblaðamaðurinn Christo Grozev bjó í Vínarborg. Sá hefur varpað ljósi á fjölmarga útsendarar rússneskra leyniþjónusta á undanförnum árum. Hann kom meðal annars að því að opinbera mennina sem eitruðu fyrir Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018 Alexei Navalní árið 2020. Grozev flutti frá Austurríki í fyrra eftir að yfirvöld þar sögðust ekki geta tryggt öryggi hans. Sendi síma sem fara áttu í viðgerð til Rússlands Árið 2017 kom Ott höndum yfir síma þriggja manna sem höfðu verið háttsettir embættismenn í innanríkisráðuneyti Austurríkis. Símarnir höfðu blotnað þegar mennirnir voru á bát á Dóná og áttu að vera lagfærðir af sérfræðingum BVT. Símarnir enduðu þess í stað í höndum útsendara á vegum Marsalek og eru sagðir hafa verið fluttir til Rússlands. Þeir eru sagðir hafa innihaldið viðkvæm opinber gögn. Ott er einnig sakaður um að hafa hjálpað Marsalek við að smygla stolinni SINA-tölvu til Rússlands. Þessar tölvur eru notaðar af embættismönnum víða í Evrópu til að senda leynileg gögn. Þá er sími Ott sagður hafa innihaldið gögn sem bentu til að hann hafi sent rússneskum útsendurum hugmyndir um endurbætur eftir að rússneskur maður myrti leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Maðurinn var sakfelldur fyrir morðið og er talið að hann hafi framið það að skipan forsvarsmanna FSB. Bandamenn treysta ekki Austurríki Vínarborg var lengi einn af miðpunktum baráttu vestrænna leyniþjónusta við sovéskar leyniþjónustur á tímum kalda stríðsins. Á undanförnum árum, og þá sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu, er Vínarborg aftur í sviðsljósinu. Rússar hafa verið grunaðir um að eiga njósnara víðsvegar í hinu opinbera kerfi Austurríkis og í leyniþjónustum landsins, eins og Weiss, sem stýrði einni af leyniþjónustum landsins. Ástandið hefur komið verulega niður á trausti ráðamanna annarra ríkja á Austurríki. Margir bandamenn þeirra hefðu lokað á aðgang Austurríkjamanna að leynilegum upplýsingum. Mynd af höfuðstöðvum Wirecard í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Í samtali við Financial Times í fyrra sagði leiðtogi einnar vestrænnar leyniþjónustu á síðasta ári að Austurríki hefði verið nokkurskonar flugmóðurskip fyrir rússneska útsendara. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur boðað þjóðaröryggisráð landsins á fund á morgun. Hann sagði í síðustu viku að kominn væri tími til að meta kyrfilega öryggisástandið í landinu í kjölfar handtöku Ott. Koma þyrfti í veg fyrir að rússneskir njósnarar gætu ógnað Austurríki eða haft áhrif á stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Austurríkis er sögð vinna að því að herða lög ríkisins um njósnir en þær eru eingöngu óleyfilegar ef þeir beinast gegn sjálfu Austurríki. Ekki ef þær beinast gegn öðrum ríkjum eða gegn einhverjum af þeim fjölmörgu alþjóðlegu stofnunum með höfuðstöðvar í Vínarborg. Austurríki Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Hann er meðal annars sakaður um að hafa útvegað Rússum símagögn háttsettra embættismanna, hjálpað við skipulagningu innbrots hjá áhrifamiklum blaðamanni og þá er hann sagður hafa stungið upp á endurbótum við Rússa eftir morð sem rússneskur útsendari framdi í Þýskalandi. Þetta kemur fram í handtökuskipun á hendur Egisto Ott, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Sérfræðingar segja í samtali við miðilinn að málið sé mögulega einn stærsti njósnaskandallinn í langri sögu slíkra skandala í Austurríki. Lak upplýsingum til frægs njósnara Ott var handtekinn þann 29. mars og er hann sakaður um að hafa komið áðurnefndum gögnum og öðrum viðkvæmum upplýsingum í hendur Jan Marsalek, sem einnig er austurrískur en flúði land eftir fall þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard. Marsalek er talinn hafa njósnað fyrir Rússa um árabil og er hann sagður hafa notað Wirecard til að hjálpa leyniþjónustum Rússlands að flytja fé með ólöglegum hætti til að styðja við leynilegar aðgerðir þeirra um heiminn allan. Í desember í fyrra var talið að Marsalek væri í Dubaí, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann var sagður vinna að því fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi, að því að endurbyggja viðskiptaveldi rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín í Afríku. Nú er hann talinn vera í Rússlandi. Í áðurnefndri handtökuskipin á hendur Ott segir að upplýsingar sem yfirvöld í Bretlandi hafi útvegað Austurríkismönnum sýni að hann hafi átt í beinum samskiptum við starfsmenn FSB (Áður KGB). Frá 2001 til 2012 starfaði Ott fyrir leyniþjónustu Austurríkis, sem kallaðist BVT, í Tyrklandi og Ítalíu en eftir það kom hann að því að stýra leynilegum útsendurum BVT í öðrum ríkjum. Árið 2017 var Ott vikið úr starfi frá BVT, eftir að ásakanir um að hann starfaði mögulega fyrir Rússa litu fyrst dagsins ljós. Hann var í kjölfarið færður til lögregluskóla Austurríkis en vikið úr starfi þar árið 2021 þegar tengsl hans við Rússland voru rannsökuð frekar. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu fundist nægilegar sannanir til að ákæra hann og var honum sleppt úr haldi. Bretar útveguðu Austurríkismönnum svo ný gögn nýverið og leiddu þau til handtöku Ott. Þar er um að ræða gögn um skilaboðasendingar milli fimm búlgarskra manna sem handteknir voru í Bretlandi í fyrra og eru grunaðir um að starfa fyrir Marsalek og FSB. Sendiráð Rússlands í Vínarborg.AP/Ronald Zak Þegar hann vann hjá BVT var Ott í nánum samskiptum við Martin Weiss, sem stýrði leyniþjónustunni. Þegar Weiss hætti hjá BVT árið 2018 fór hann að vinna hjá Marsalek og Wirecard. Weiss er talinn hafa flutt skipanir frá Marsalek og rússneskum útsendurum til Ott. BVT var lögð niður árið 2020 eftir að maður sem aðhylltist boðskap Íslamska ríkisins hóf skothríð í miðborg Vínar. Hann skaut fjóra til bana og særði 23 áður en hann var felldur af lögregluþjónum. Í skilaboðunum sem Bretar útveguðu kemur fram að Marsalek segist hafa hjálpað Weiss að flýja til Dubaí. Safnaði upplýsingum og sendi til Rússlands Ott er sagður hafa safnað viðkvæmum upplýsingum fyrir Rússa frá árunum 2017 til 2021. Hann mun hafa safnað gögnum úr gagnabönkum lögreglunnar og með því að senda formlegar beiðnir til lögregluembætta annarsstaðar í Evrópu, eins og á Ítalíu og Bretlandi. Meðal upplýsinga sem hann safnaði voru upplýsingar hvort rússneskir útsendarar og starfsmenn Wirecard væru eftirlýstir eða hvort fylgst væri með þeim. Hann safnaði einnig upplýsingum um rússneska andófsmenn í Evrópu, fólk úr viðskiptaheiminum og fyrrverandi starfsmenn FSB. Þessar viðkvæmu upplýsingar sendi Ott síðan til Marsalek. Einungis fimm vikum eftir að Ott var sleppt úr haldi árið 2021, aflaði hann upplýsinga um hvar rannsóknarblaðamaðurinn Christo Grozev bjó í Vínarborg. Sá hefur varpað ljósi á fjölmarga útsendarar rússneskra leyniþjónusta á undanförnum árum. Hann kom meðal annars að því að opinbera mennina sem eitruðu fyrir Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018 Alexei Navalní árið 2020. Grozev flutti frá Austurríki í fyrra eftir að yfirvöld þar sögðust ekki geta tryggt öryggi hans. Sendi síma sem fara áttu í viðgerð til Rússlands Árið 2017 kom Ott höndum yfir síma þriggja manna sem höfðu verið háttsettir embættismenn í innanríkisráðuneyti Austurríkis. Símarnir höfðu blotnað þegar mennirnir voru á bát á Dóná og áttu að vera lagfærðir af sérfræðingum BVT. Símarnir enduðu þess í stað í höndum útsendara á vegum Marsalek og eru sagðir hafa verið fluttir til Rússlands. Þeir eru sagðir hafa innihaldið viðkvæm opinber gögn. Ott er einnig sakaður um að hafa hjálpað Marsalek við að smygla stolinni SINA-tölvu til Rússlands. Þessar tölvur eru notaðar af embættismönnum víða í Evrópu til að senda leynileg gögn. Þá er sími Ott sagður hafa innihaldið gögn sem bentu til að hann hafi sent rússneskum útsendurum hugmyndir um endurbætur eftir að rússneskur maður myrti leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Maðurinn var sakfelldur fyrir morðið og er talið að hann hafi framið það að skipan forsvarsmanna FSB. Bandamenn treysta ekki Austurríki Vínarborg var lengi einn af miðpunktum baráttu vestrænna leyniþjónusta við sovéskar leyniþjónustur á tímum kalda stríðsins. Á undanförnum árum, og þá sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu, er Vínarborg aftur í sviðsljósinu. Rússar hafa verið grunaðir um að eiga njósnara víðsvegar í hinu opinbera kerfi Austurríkis og í leyniþjónustum landsins, eins og Weiss, sem stýrði einni af leyniþjónustum landsins. Ástandið hefur komið verulega niður á trausti ráðamanna annarra ríkja á Austurríki. Margir bandamenn þeirra hefðu lokað á aðgang Austurríkjamanna að leynilegum upplýsingum. Mynd af höfuðstöðvum Wirecard í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Í samtali við Financial Times í fyrra sagði leiðtogi einnar vestrænnar leyniþjónustu á síðasta ári að Austurríki hefði verið nokkurskonar flugmóðurskip fyrir rússneska útsendara. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur boðað þjóðaröryggisráð landsins á fund á morgun. Hann sagði í síðustu viku að kominn væri tími til að meta kyrfilega öryggisástandið í landinu í kjölfar handtöku Ott. Koma þyrfti í veg fyrir að rússneskir njósnarar gætu ógnað Austurríki eða haft áhrif á stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Austurríkis er sögð vinna að því að herða lög ríkisins um njósnir en þær eru eingöngu óleyfilegar ef þeir beinast gegn sjálfu Austurríki. Ekki ef þær beinast gegn öðrum ríkjum eða gegn einhverjum af þeim fjölmörgu alþjóðlegu stofnunum með höfuðstöðvar í Vínarborg.
Austurríki Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira