Erlent

Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýra­garðinum í Ber­lín

Atli Ísleifsson skrifar
Réttarhöldin hófust í október 2020. Sakborningurinn vildi þá lítið segja um aðild sína að morðinu á fyrrverandi uppreisnarmanni úr Téténíustríðinu.
Réttarhöldin hófust í október 2020. Sakborningurinn vildi þá lítið segja um aðild sína að morðinu á fyrrverandi uppreisnarmanni úr Téténíustríðinu. AP

Dómstóll í Berlín í Þýskalandi dæmdi í morgun rússneskan ríkisborgara í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni í ágúst 2019.

Rússinn Vadim Krasikov var dæmdur fyrir að hafa skotið Zelimkhan Khangoshvili í höfuðið í Litla dýragarðinum (Kleiner Tiergarten) miðjan dag 19. ágúst 2019. Krasikov var handtekinn degi síðar.

Saksóknarar í málinu töldu Krasikov hafa myrt Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar, FSB. DW segir frá því að saksóknarar hafi við réttarhöld útskýrt hvernig rússnesk yfirvöld hafi skapað lepp fyrir Krasikov, Vadim Solokov, sem ferðaðist um Evrópu dagana fyrri morðið.

Krasikov er sagður hafa nálgast Khangoshvili á hjóli og skotið hann með Glock 26 byssu, búinn hljóðdeyfi, einu skoti í höfuðið. Krasikov hafi svo skotið öðru skoti þar sem maðurinn lá á jörðinni, áður en hann flúði vettvanginn á hjólinu.

Kafarar lögreglu fundu svo morðvopnið, hárkollu sem Krasikov klæddist og hjólið hans á botni árinnar Spree.

Þýsk stjórnvöld ráku tvo rússneska embættismenn úr landi vegna morðsins, að sögn vegna lítils samstarfsvilja rússneskra stjórnvalda við rannsókn málsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×