Veður

Stormur á Vest­fjörðum en hægari vindur annars staðar

Atli Ísleifsson skrifar
Heldur degur úr vindi í nótt.
Heldur degur úr vindi í nótt. Vísir/Vilhelm

Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði heldur hægari vindur í öðrum landshlutum með slyddu eða rigningu. 

Það verður því stórhríð á Vestfjörðum í dag og hríðarveður við Breiðafjörð og á Ströndum og Norðurlandi vestra. Appelsínugul viðvörun tók gildi klukkan sex í morgun og gildir fram yfir miðnætti. Þá eru gular viðvaranir á Breiðafirði og Ströndum og Norðurlandi vestra fram á kvöld.

„Heldur degur úr vindi í nótt, en á morgun er útlit fyrir norðan 13-20 m/s með snjókomu og hiti um og undir frostmarki á norðanverðu landinu en skýjað og þurrt að kalla og hiti 2 til 8 stig sunnantil,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan 15-23 m/s og snjókoma, en úrkomulítið sunnantil. Hiti um eða undir frostmarki, en mildara á Suðausturlandi.

Á laugardag: Minnkandi norðlæg átt, 5-13 m/s síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst.

Á sunnudag: Norðaustan og austan 5-13 m/s og stöku él sums staðar. Frost 1 til 9 stig, en hiti um eða yfir frostmarki sunnanlands.

Á mánudag: Breytileg átt og bjartviðri, en stöku él við suður- og austurströndina. Frost 0 til 12 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag: Ákveðin suðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en lengst af þurrt norðaustantil.

Á miðvikudag: Útilt fyrir suðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu, en éljum um vestanvert landið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×