Íslenski boltinn

Ný­liðar Víkings fá liðs­styrk úr Vestur­bænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristófer Sigurgeirsson, Kristín Erla og John Andrews.
Kristófer Sigurgeirsson, Kristín Erla og John Andrews. Víkingur

Bikarmeistarar Víkings verða nýliðar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í ár. Stefnt er að því að gera liðið eins samkeppnishæft og möguleiki er. Því hefur það ákveðið að sækja liðsstyrk vestur í bæ.

Hin unga Kristín Erla Ó. Johnson, fædd árið 2002, er gengin í raðir Víkings frá KR en hún hefur alla sín tíð leikið með svarthvíta liðinu í Vesturbæ. Varnarmaðurinn skrifar undir tveggja ára samning í Víkinni.

Kristín Erla hóf að leika með meistaraflokki aðeins 15 ára gömul og hefur alls spilað alls 82 leiki, þar af 34 í Bestu deildinni. Þá á hún að baki 12 leiki fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands.

Víkingur heimsækir Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildarinnar þann 22. apríl næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×